fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Spennandi bækur frá Óðinsauga

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargar bækur, innlendar og erlendar, koma árlega út hjá bókaútgáfunni Óðinsauga. Áherslan var í upphafi á barnabækur en með auknum vexti hefur Óðinsauga lagt kapp á að gefa út sem fjölbreyttastar bókmenntir. Hér gefur að líta fjögur ólík og vönduð verk frá Óðinsauga, fræðibókina Færeyjar út úr þokunni eftir Þorgrím Gestsson, spennusöguna Vefurinn eftir Magnús Þór Helgason, matreiðslubókina Pabbi, áttu fleiri uppskriftir? eftir Smára Hrafn Jónsson og barnabókina Etna og Enok fara í sveitina eftir Sigríði Etnu.

„Í sextán ár hafa þessar fornsagnaferðabækur verið stór partur af lífi mínu, fyrst ferð um konungasagnaslóðir í Noregi, svo slóðir Orkneyjajarla, og nú Færeyinga sögu. Segja má að Færeyjar hafi tekið hug minn allan eftir að ég fór að leggja leið mína þangað, ekki aðeins fornsagnaslóðirnar heldur ekki síður land og þjóð. Því fór svo að drjúgur hluti bókarinnar Færeyjar út úr þokunni fjallar um sögu Færeyja, tengsl þeirra við konungsríkin í Skandinavíu, færeyska menningu og baráttu þeirra við endurreisn ritmálsins og að verða nútímaþjóð meðal nútímaþjóða. Um baráttuna fyrir sjálfstæði frá Dönum – og skiptar skoðanir Færeyinga um það, um hvað nútímastjórnmál í Færeyjum snúast,“ segir Þorgrímur Gestsson um hið merka rit, Færeyjar út úr þokunni.

Magnús Þór Helgason gefur út spennusöguna Vefurinn. Hann hefur þetta að segja um söguþráð bókarinnar og hvernig hugmyndin að henni kviknaði:

„Ég lá í baði og þurfti að rjúka í símann til að athuga hvenær börnin mín ættu að mæta á íþróttaæfingu. Þá sló það mig hversu samofið venjulegt fólk er orðið þeirri tækni sem við notum í dag, netið er ómissandi hluti af okkar daglega lífi. En hvað með glæpamenn? Er ekki árangursríkara fyrir hóp glæpamanna að skipuleggja sig yfir netið þvert á öll landamæri í nafni dulkóðunar og nafnleysis en að hittast í gömlum vöruskemmum í skjóli nætur? Mér datt því í hug að flétta hversdagslíf fólks saman við glæpi sem stjórnað er í þessari aukavídd sem netið er. Við fylgjumst með Kormáki, fertugum eðlisfræðilektor, sem vegna ofbeldis frá eiginkonunni byrjar að halda fram hjá henni. Hann kynnist Kolbrúnu, stúdent og hakkara, og dregst inn í mjög óvenjulega atburðarás. Á sama tíma er dularfull bylgja sjálfsmorða til rannsóknar þar sem lögreglan telur að um morð sé að ræða í einhverjum tilfellum.“

Smári Hrafn Jónsson matreiðslumaður gaf sjálfur út bókina Pabbi, áttu uppskrift? En bókin seldist upp og honum var ljóst að eftirspurn væri eftir handhægri bók með þeim uppskriftum og ráðum sem þar voru. Hann bætti verulega í og úr varð vegleg ný bók, Pabbi, áttu fleiri uppskriftir?, sem kemur út í ár hjá Óðinsauga.

Smári Hrafn Jónsson
Smári Hrafn Jónsson

Smári Hrafn lýsir bók sinni svo:

„Pabbi, áttu fleiri uppskriftir? er matreiðslubók fyrir byrjendur og lengra komna heimiliskokka sem byggir fyrst og fremst á einfaldleika. Hugmyndafræði bókarinnar er að einfalda heimilismatargerð fyrir byrjendum og sýna fram á hversu einföld heimilismatargerð er í raun og veru. Bókin byggist á grunnuppskriftum og einföldum útskýringum sem síðan geta gagnast fólki til að þróa sig áfram í matargerð. Ég legg áherslu á að nýta allt það hráefni sem keypt er inn til heimilisins og ekki síst hvernig hægt er að nýta afganga af mat. Einnig fer ég talsvert inn á matreiðsluaðferðir, hversu mikið magn þarf af hráefni á mann og ýmis hugtök matreiðslunnar, t.d. hvað þýðir að láta malla eða krauma. Í raun má segja að ég sé að leiðbeina fólki með að elda allt frá því að sjóða kartöflur til þess að matreiða dýrindissteikur.
Með þessa bók í höndunum er hver sem er fær í flestan sjó í matreiðslunni.“

Frænkurnar Sigríður Etna og Freydís Kristjánsdóttir unnu saman að barnabók sem byggir á sveit foreldra Sigríðar í Tálknafirði. Oft er talað um að það vanti íslenskan veruleika í barnabækur, en hér er svo sannarlega brugðist við þeim kröfum, enda verður efni varla mikið íslenskara.

Sigríður Etna
Sigríður Etna

En hvernig kom það til að Sigríður Etna skrifaði barnabók?

„Það var ekki fyrr en ég fór að fara með stelpuna mína í sveitina til foreldra minna, ömmu hennar og afa, að ég áttaði mig á því hve heppin hún væri. Það er alls ekki sjálfsagt að börn fái að upplifa íslenskt sveitalíf. Ég hugsaði með mér hvað ég gæti gert til að leyfa öðrum börnum að njóta þess ævintýris og þá spratt upp sú hugmynd að gefa út barnabók.

Bókin er um systkinin Etnu og Enok sem fara í sveit til ömmu sinnar og afa á Tálknafirði. Etna og Enok bralla ýmislegt í sveitinni, fara á hestbak, tína aðalbláber, reka kindur, mjólka kýrnar og njóta náttúrunnar. Lestur bókarinnar gefur börnum tækifæri á að kynnast ævintýrum íslensku sveitarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“