fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Kynning

16 atriði sem skemma brosið þitt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttadrykkir

Íþróttadrykkir hafa heldur betur slegið í gegn síðasta áratuginn en þeir eru ekkert endilega góðir fyrir tennurnar. „Vísindamenn hafa fundið út að pH gildið í mörgum þessara drykkja getur leitt til skemmda í tönnum vegna mikillar sýru sem eyðir glerjungnum,“ segir David F. Halpern, forseti Academy of General Dentistry. „Þar að auki innihalda sumir orkudrykkir mikið af sykri sem virkar eins og „næring“ fyrir sýruframleiðandi bakteríur sem skríða inn í holur og göt og búa til skemmdir.“

Sykursýki

„Tengsl eru á milli sykursýki og sjúkdóma í tannholdi. Það er því mikilvægt fyrir fólk með sykursýki að heimsækja tannlækni reglulega og viðhalda góðri tannhirðu,“ segir Charles H. Perle, talsmaður ameríska Academy of General Dentistry, en samkvæmt Perle hefur góð tannhirða jákvæð áhrif á sykursýki.

Reykingar

Reykurinn gerir tennur gular en það er ekki allt. „Reykingar geta valdið háls- og lungnakrabba og krabbameini í munni, jafnvel dauða. Tjaran sem festist á tönnunum er gróðarstía fyrir bakteríu sem framleiða sýru og eiturefni sem geta leitt til sýkingar í tannholdi, tannskemmda og tannmissis,“ segir Halpern.

Vín

Samkvæmt Halpern getur sýra í hvít- og rauðvíni sett bletti á tennur. „Best er að taka litla sopa og skola munninn með vatni þegar þú ert hætt/ur að drekka,“ tekur Perle undir.

Ólétta

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli sjúkleika í tannholdi móðurs og lítillar þyngdar nýfædds barns hennar. „Hormónabreytingar geta valdið bólgum og viðkvæmum gómi og aukið líkur á sýkingu,“ segir tannlæknirinn Gigi Meinecke. „Ef þú finnur fyrir mikillri morgunógleði skaltu skola munninn upp úr vatni til að laga sýrustigið.“

Gnístur

Tanngnístur getur haft áhrif á jaxla, valdið óþægindum og jafnvel breytt útliti þínu. „Sterkustu og heilbrigðustu tennur geta orðið viðkvæmar við mikið gnístur á næturnar,“ segir Halpern sem segir andlegt álag og reiði aukið á gnístrið. „Reyndu að fá útrás fyrir tilfinningar þínar á annan hátt og talaðu líka við tannlækni. Þú gætir þurft á vermdandi góm að halda.“

Sælgæti

„Náttúrulegar bakteríur í munninum gleypa í sig sykurinn og framleiða sýru sem skemmir glerjunginn og geta leitt til tannskemmda,“ segir Halpern sem segir eitt það versta sem þú getur gert sé að leyfa sykri að dvelja í munninum óáreittur. „Það er betra að borða helling af sælgæti og bursta svo vel og nota tannþráð heldur en að borða einn mola og sleppa að bursta fyrir svefninn. Ef þú kemst ekki í tannburstann fáðu þér þá sykurlaust tyggigúmi sem eykur munnvatnsframleiðslu og kemur jafnvægi á sýruna.“

Kynþroski

Hormónaflæðið sem unglingar upplifa veldur fleiru en bólum. Hormónarnir geta einnig valdið sáru tannholdi, samkvæmt Halpern. „Hugsaðu vel um tennurnar og þú kemst yfir þetta stig.“

Þurrkur

Að vera þurr í munni er ekki aðeins óþægilegt heldur líka slæmt fyrir tennurnar. Munnvatn skolar bakteríum burt og jafnar sýrustig. „Án munnvatns myndum við missa tennurnar mun fyrr,“ segir Meinecke sem mælir með vatnsdrykkju, sykurlausu tyggigúmi og tannkremi eða munnskoli sem inniheldur efnið flúoríð.

Heitir drykkir

„Svart te og kaffi innihalda efni sem gera bletti á tennur. Veldu frekar vatn. Bættu mjólk út í kaffið eða teið til að bæta sýrustigið,“ segir Perle.

Aldur

Með aldrinum eru meiri líkur á skemmdum við gamlar fyllingar, samkvæmt Meinecke sem mælir með tannkremi með flúoríð fyrir þá sem komnir eru af besta aldri.

Getnaðarvarnapillan

Samkvæmt rannsóknum eru konur á pillunni lengur að ná sér eftir tannúrdrátt en aðrar.

Enginn tannþráður

Meinekce segir tannþráð jafn mikilvægan og tannbursta. „Að nota tannþráð daglega er eitt það besta sem þú gerir fyrir tannheilbrigði þitt. Notaðu tannþráð til að ná skítnum í burtu sem festist við tennurnar og tannholdið. Þú gætir losnað við andremmuna í leiðinni.“

Bursta of mikið

„Bíddu með að bursta í klukkutíma eftir að hafa neytt gosdrykks svo þú skemmir ekki glerjunginn,“ segir Meinecke.

Gosdrykkjaneysla

Gosdrykkir eru fullir af sykri sem setja tennurnar í hættu. „Drekktu gos í gegnum rör og skolaðu munninn á eftir með vatni eða notaðu tyggjó til að ná jafnvægi á sýrustigið,“ mælir Meineicke með.

Sítrusávextir

„Þótt sítrónur, greip og appelsínusafar skemma ekki tennur líkt og gosdrykkir þá innihalda þau sýru sem geta eytt glerjungnum,“ segir Meinecke sem mælir með að fólk bíði í smá stund með að bursta eftir neyslu slíkra ávaxta. „Fáðu þér tyggjó með xylitol, náttúrulega sætuefninu sem finnst í plöntum og ávöxtum, sem berst gegn tannskemmdum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“