fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Gjafabréf í Matarkjallarann er frábær jólagjafahugmynd

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er 15% afsláttur af gjafabréfum í Matarkjallarann fram að jólum. „Þetta er fullkomin jólagjöf handa fólki sem þú ert í vandræðum með að finna gjöf fyrir,“ segir Valtýr Bergmann hjá Matarkjallaranum. Segir hann að gjafabréfin geti verið fyrir hvaða upphæð sem er, eða einhvern af samsettu matseðlunum sem gefandinn velur.

Samsettu matseðlarnir eru fimm alls, þar á meðal er Leyndarmál Matarkjallarans, sem er sex rétta matseðill að hætti kokksins; Upplifðu Ísland – fjögurra rétta matseðill; Vegan matseðill; Haf og Hagi sem inniheldur meðal annars steikarplanka með humarhala; og svo er það sjávarréttamatseðillinn með fiskitvennu og fiskisúpu.

Matarkjallarinn er til húsa í kjallaranum að Aðalstræti 2, í gamla Geysishúsinu, í sömu salarkynnum og Sjávarkjallarinn var í áður, en kominn er nýr inngangur að framanverðu.

Mynd: © 2014 Kristinn Magnússon

„Þetta er íslenskt brasserie með áherslu á góðan og einfaldan mat, án tilgerðar,“ segir Valtýr, en gott jafnvægi er á milli fisk- og kjötrétta, auk þess sem grænmetisréttirnir koma sterkir inn.

Matarkjallarinn er rúmgóður veitingastaður sem getur með hámarksnýtingu tekið um 130 manns í sæti en eðlileg nýting er 90–100 manns í einu. Að sögn Valtýs er hlutfall erlendra ferðamanna og Íslendinga jafnt. Einfaldur hádegismatseðill er vinsæll á staðnum en þar er hægt að fá fiskitvennu fyrir aðeins 2.350 krónur.

„Eldhúsið er opið til 23.00 en á föstudags- og laugardagskvöldum er „happy hour“ milli kl. 23.00 og 1.00, þar sem tilboð er á völdum kokteilum, dælubjór og rauð- og hvítvíni. Síðan er lifandi píanótónlist hér öll kvöld og á „happy hour“ er yfirleitt lifandi tónlist,“ segir Valtýr.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.matarkjallarinn.is. Gjafabréfin má nálgast á staðnum eða með því að hringja í síma 558-000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“