fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Útsýnisflug: Stórkostleg upplifun í jólagjöf

Kynning

Circleair.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Circleair hefur undanfarið ár boðið upp á útsýnisflug frá Akureyri og Reykjavík þar sem flogið er yfir margar af helstu náttúruperlum landsins. Slíkt útsýnisflug er mögnuð upplifun og nýtur þessi afþreying sífellt meiri vinsælda.

„Farþegar skemmtiferðaskipa og aðrir erlendir ferðamenn hafa mikið sótt í þessar ferðir en undanfarið hafa Íslendingar farið að sýna þessu miklu meiri áhuga. Þar spilar ekki síst inn í að þetta er ódýrara en marga grunaði. Verðið er engan veginn óviðráðanlegt,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circleair.

Mynd: Helga Kvam

Að sögn hans nýtur útsýnisflugið vaxandi vinsælda sem gjafavara: „Fólk er oft að gefa foreldrum sínum upplifun á stórafmælum og jólum í stað þess að kaupa enn einn kökuplattann eða eitthvað þess háttar – og þar koma þessar ferðir sterkar inn.“

Að sögn Þorvaldar eru ýmsar ferðir í boði frá Reykjavík og Akureyri, en tveir túrar vinsælastir: „Annars vegar langur túr frá Reykjavík, þar sem lent er á Skógasandi eða í Vestmannaeyjum og farið yfir eldfjallastöðvar og alla sandana,“ segir hann, en ferðir frá Akureyri eru ekki síður stórfenglegar: „Fyrir norðan er Demantshringurinn vinsælastur. Þá förum við yfir Goðafoss, Dettifoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrin, Mývatn og allt þetta, að ógleymdri Grímseyjarferðinni okkar.“

Mynd: Helga Kvam

Ferðirnar eru á verðbilinu 44.000 til 55.000 en í desember er hins vegar 20% afsláttur af öllum ferðum sem dregst þá frá þessu verði.

Til að kaupa gjafabréf hjá Circleair er gott að hringja í síma 588-4000, senda tölvupóst á circleair@circleair.is eða ganga frá málinu á heimasíðunni circleair.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“