fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Cintamani: Allt til alls í jólapakkann

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er búið að vera svo kalt og sannkallaður úlputími. Þá kemur sér vel að við erum með margar úlpur sem eru frábærar yfir vetrartímann,“ segir Lilja Kristín Birgisdóttir, markaðsfulltrúi og vefstjóri hjá Cintamani, og tiltekur tvær úlpur sem eru sérstaklega vinsælar nú í vetur:

„Úlpan Fönn er ný dömudúnkápa sem er ótrúlega hlý og klæðileg í sniði. Hún er til í þremur litum og hentar fyrir alla aldurshópa. Þegar kalt er á morgnana er dásamlegt að geta klætt sig í svona fallega dúnkápu áður en haldið er út í daginn. – Síðan er það Garri, sem er frábær dúnjakki fyrir herra. Hann er með háum kraga og vaxbornum styrkingum á álagssvæðum. Þetta er skotheld jólagjöf í ár handa sonum, feðrum og eiginmönnum.“

Cintamani er með alls sex verslanir hér á landi og eru þær allar stútfullar af hlýjum og fallegum vörum – allt til alls í jólapakkann. Hægt er að kaupa gjafakort í öllum verslunum Cintamani fyrir upphæð að eigin vali en verslanirnar eru á eftirtöldum stöðum: Bankastræti 7, Austurhrauni, Outlet Austurhrauni, Kringlunni, Smáralind og Skipagötu 5, Akureyri.
Gjafakort til fyrirtækja frá Cintamani eru líka mjög vinsæll kostur og hafa verið mikið keypt undanfarin ár.

Garri
Garri

Mynd: © Rut Sigurdardottir 2017

Cintamani hefur verið starfandi frá árinu 1989 en hefur orðið sífellt meira áberandi á markaðnum undanfarin ár. „Vörurnar okkar eru gríðarlega vinsælar núna. Við aðgreinum okkur dálítið með þessari miklu gleði sem er í kringum vörumerkið okkar. Við leggjum áherslu á útivist og ævintýri – við erum aldrei of gömul til að leika okkur úti og gerum eins mikið af því og mögulegt er,“ segir Lilja.

Cintamani leggur einnig ávallt mikla áherslu á gæði: „Við leggjum mikla vinnu í þróun varanna þar sem flott teymi af útivistarfólki kemur við sögu. Við höfum háan gæðastuðul og öll efni sem við notum eru prófuð mörgum sinnum.“

Cintamani er komið í jólaskap eins og sjá má á Facebook-síðu fyrirtækisins en þar er í gangi afskaplega skemmtilegur jólagjafleikur – JólaFATAtalið. Gefin er jólagjöf á hverjum degi fram til jóla og birtist nýr gluggi alla morgna kl. 7. „Það eina sem fólk þarf að gera er að fylgja okkur á Instagram og Facebook og skilja eftir skemmtilega athugasemd undir glugganum. Við drögum út sigurvegara alla virka daga. Vinningarnir eru fjölbreyttir og henta í úti-ævintýrin, til dæmis gefum við dúnúlpur, regnkápur, peysur og einnig skemmtileg ævintýri með vinum okkar frá Artic Surfers.“

Það gæti margborgað sig að fylgjast með Cintamani á samfélagsmiðlum núna fyrir jólin og þeir sem heimsækja eina af sex verslunum Cintamani finna ábyggilega eitthvað gott í jólapakkann í ár.

Cintamani.is

Facebook

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“