fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Kynning

Handgerðar pizzur, hlaðnar alúð og ást

Kynning

Ölverk Pizza & brugghús

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ölverk Pizza & brugghús er einstakur veitingastaður í Hveragerði sem opnaður var 28. maí í vor. Einkennismerki staðarins eru tvö, annars vegar framúrskarandi eldbakaðar pizzur, hins vegar sérbruggaður, íslenskur eðalbjór, þar sem jarðgufa úr nágrenninu er nýtt í framleiðsluferlinu – sem gerir framleiðsluferlið einstakt.

Eigendur Ölverks eru Laufey Sif Lárusdóttir, Elvar Þrastarson og Ragnar Karl Gústafsson. Það er Laufey sem verður fyrir svörum og nefnir hún að hópapantanir séu mjög algengar hjá þeim. „Hér eru mjög oft hópar en við getum tekið á móti allt að 50 manns í einu í sérstökum sal. Það eru ýmsar séróskir um hlaðborð og þess háttar og við reynum að koma til móts við allar óskir,“ segir Laufey. Hópapantanir fara fram með tölvupósti á netfangið olverk@olverk.is.

Enn fremur er Ölverk mjög vinsæll staður hjá ferðafólki. „Það er til dæmis vinsælt að koma hingað eftir dagsferð í Reykjadal, eftir að fólk hefur tekið þar góða göngu í einstakri náttúruperlu. Göngufólk af Hengilssvæðinu kemur líka oft hingað og nærir sig eftir góðan göngudag og svo auðvitað fólkið sem hefur verið að skoða Suðurlandsundirlendið.“
Pizzurnar hjá Ölverki eru 12 tommu og flokkast sem handverkspizzur. Mikil áhersla er lögð á vandað hráefni og að sneiða hjá öllum fjöldaframleiðslubrag. „Ekkert er tilbúið heldur er allt unnið á staðnum frá grunni og við leggjum alúð og ást í það sem við gerum,“ segir Laufey. „Á staðnum starfrækjum við einnig lítið brugghús og þar eru bruggaðir hinir ýmsu bjórar sem gaman er að bragða á með pizzunum.“

Mynd: © Viktor Richardsson, All Rights Reserved

Það tekur stutta stund að baka pizzurnar á hjá Ölverki en þær eru bakaðar í opnum viðareldofni, að ítölskum sið. Öllu lengri tíma tekur að undirbúa deigið en það er kaldgerjað í heilan sólarhring. Að sögn Laufeyjar eru pizzurnar léttar í maga.

Meðal vinsælustu pizzanna á Ölverk er pizza númer 5 á matseðli en á henni er pepperóní, beikon, piparostur og Gilla-sósa. Númer 6 er álíka vinsæl en á henni er ostur, beikon, döðlur og gráðostur.

Nýjasta nýtt er síðan bragðmikil og girnileg jólapizza: Tvíreykt hangikjöt með rauðkáli og sýrðum rjóma með piparrót. Með henni eru síðan paraðir bragðmiklir jólabjórar sem bruggaðir eru á staðnum.

Ölverk er opið alla daga vikunnar frá 11.30. Á föstudögum og laugardögum er opið er til klukkan 23.00 en aðra daga er opið til klukkan 22.00. Slökkt er á eldofninum klukkutíma fyrir lokun.

Sjá nánar á Facebook-síðunni facebook.com/olverkbrugghus/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“