fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025

Húrra fyrir menningunni!

Jón Gnarr, Dóri DNA, Saga Garðars, Hugleikur og fleiri menningarvitar mættu í góðum gír á menningarkvöld Húrra

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 8. desember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarkvöld Teits Magnússonar var haldið á skemmtistaðnum Húrra síðasta miðvikudagskvöld. Þangað mættu menningarmávar (e. culture vulture) í góðum gír enda voru þátttakendur í þessari menningarveislu, eðalblanda af áhugaverðu listafólki sem sumt hefur komið víða við.

Skáldin og rithöfundarnir Jón Gnarr, Kristín Eiríks, Dóri DNA, Oddný Eir og Fríða Ísberg voru meðal þeirra sem lásu upp úr nýútkomnum bókum sínum, en til að krydda kvöldið var vitanlega boðið upp á meiri fjölbreytni. Meðal annars mætti listakonan Kristín Anna og sýndi forvitnilegt skemmtiatriði, Ólafur Sverrir Traustason söng lag fyrir gestina og Haukur nokkur Valdimar framdi gjörning svo fátt eitt sé nefnt. Á milli lota steig svo hinn tilfinningaríki trúbador Mads Mouritz á svið, söng gæðalög á dönsku og spilaði undir á gítar.

Eins og sjá má á myndum fengu menningarmávarnir mikið fyrir sinn snúð enda fátt huggulegra í svartasta skammdeginu en að taka inn brakandi ferska menningu og fá sér kakóbolla, eða kannski rauðvínsglas, í leiðinni.

Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir.
Glaðleg Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Eiður Möller og Ágúst Bent.
Ólmir í menningu Eiður Möller og Ágúst Bent.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hugleikur Dagsson, skopmyndateiknari og menningarviti, huggaði sig á Húrra.
Huggaði sig Hugleikur Dagsson, skopmyndateiknari og menningarviti, huggaði sig á Húrra.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Dóri DNA spjallar hér við Kristínu Eiríks og Kristínu Önnu.
Spekingar spjalla Dóri DNA spjallar hér við Kristínu Eiríks og Kristínu Önnu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Fríða Ísberg, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Brynjólfur Þorsteinsson.
Menningarmávar Fríða Ísberg, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Brynjólfur Þorsteinsson.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Vinkonurnar Emilía Walker og Heiða Karlsdóttir eru fastagestir á mörgum menningarviðburðum í miðbænum.
Meiri menningu takk Vinkonurnar Emilía Walker og Heiða Karlsdóttir eru fastagestir á mörgum menningarviðburðum í miðbænum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Danski trúbadorinn Mads heillaði menn upp úr skónum.
Dejlig Danski trúbadorinn Mads heillaði menn upp úr skónum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ólafur Sverrir Traustason söng lag fyrir gestina.
Tók lagið Ólafur Sverrir Traustason söng lag fyrir gestina.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Kristín Eiríksdóttir hefur verið á menningarsenunni í mörg ár. Hún er þykir svalur rithöfundur.
Svöl Kristín Eiríksdóttir hefur verið á menningarsenunni í mörg ár. Hún er þykir svalur rithöfundur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Ekki víst að City þurfi að fara út fyrir landsteinana í leit að arftaka De Bruyne

Ekki víst að City þurfi að fara út fyrir landsteinana í leit að arftaka De Bruyne
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu afar vandræðalegt viðtal – Leiðrétti þáttastjórnandann ítrekað

Sjáðu afar vandræðalegt viðtal – Leiðrétti þáttastjórnandann ítrekað
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?

María Rut Kristinsdóttir: Er ekki góð stemning?
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Áhrifavaldurinn sýndi Trump listann sinn og síðan fóru hausar að fjúka

Áhrifavaldurinn sýndi Trump listann sinn og síðan fóru hausar að fjúka
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne