fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Kynning

Eru hundar gáfaðri en kettir? Vísindamenn hafa svarað spurningunni

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 4. desember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hvort hundar séu gáfaðri en kettir – eða öfugt – er spurning sem oft verður að þrætuepli milli hundaeigenda annars vegar og kattaeigenda hins vegar. Nú telja vísindamenn sig hafa svar á reiðum höndum.

Það voru vísindamenn við Vanderbilt University sem rannsökuðu heilastarfsemi þessara vinsælu gæludýrategunda og niðurstöðurnar þurfa kannski ekki að koma sérstaklega á óvart. Hundar eru gáfaðri en kettir.

Suzana Herculano-Houzel, einn þeirra vísindamanna sem stóð að rannsókninni, bendir á að taugafrumur í heilaberkinum beri ábyrgð á flóknum þáttum heilastarfseminnar, til dæmis hugsun og skipulagningu. Fjöldi þessara frumna segi til um ýmislegt; til dæmis getu dýranna til að draga lærdóm af hlutum og getu þeirra til að spá fyrir um hvað muni eiga sér stað, byggt á fyrri reynslu.

Suzana segir að hundar hafi að jafnaði 530 milljónir taugafrumna í heilaberkinum en kettir um 250 milljónir. Til að draga þetta saman þýðir þetta að hundar eru betur í stakk búnir til að taka flóknar ákvarðanir en kettir.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Frontiers in Neuroanatomy. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu fleira merkilegt í ljós. Þannig eru hundar af tegundinni golden retriever með fleiri taugafrumur í heilaberkinum en hýenur, ljón og brúnbirnir sem eru með svipaðan fjölda frumna og kettir. Brúnbirnir eru með mikið mun stærri heila en kettir.

Suzana segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að rándýr, á borð við brúnbirni, verji miklum tíma í hvíld. Þar af leiðandi hafi heili þeirra ekki sömu möguleika á að þróast og þroskast eins og heilar annarra dýra, katta til dæmis.

Þess má geta að manneskjur eru með að jafnaði 16 milljarða taugafrumna í heilaberkinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni