Fyrir fjóra
INNIHALD
½ súrdeigsbrauð, skorið í sneiðar200 g heitreykt bleikja4 egg
100 g sýrður rjómi1 msk. rifin piparrót1 msk. hunangBörkur af 1 sítrónuSalt og pipar
Hvítur laukur, 1 stk. Eplaedik 1 dl Sykur 1 dl Vatn 1 dl
Brauðið ristað eða grillað og eggin pönnusteikt. Laukur: Edik, sykur og vatn sett í pott og hitað upp að suðu. Laukurinn skorinn og settur út í. Hrærið vel og látið þetta svo kólna í rólegheitum.Piparrótarsósa: Rífið börkinn af sítrónunni með fínu rifjárni og blandið við sýrða rjómann. Hrærið vel og setjið svo restina af hráefnunum saman við. Geymið í kæli, helst yfir nótt, því sósan er best daginn eftir. Raðið öllu fallega á disk og berið fram með rjúkandi kaffibolla eða ljúffengri mímósu.
Böðvar LeMack, matreiðslumaður á Kröst, tekur heitreikta bleikju fram yfir beikon og fagnar því hversu margir Íslendingar hafa vanið komur sínar á Matarmarkaðinn við Hlemm.
„Við reynum að framreiða heiðarlegan mat á Kröst og leggjum áherslu á rétti úr grillinu. Heitt prótein og kalt meðlæti, ef svo mætti að orði komast, og eins ferskt hráefni og völ er á hverju sinni. Við erum með lítinn en síbreytilegan matseðil enda alltaf að reyna að finna út hvað virkar best fyrir þennan matarmarkað,“ segir Böðvar glaður í bragði.
SUN-FIM 11-22FÖS-LAU 11-23
HLEMMUR MATHÖLLLAUGAVEGUR 107101 REYKJAVÍKICELAND
„Ég sá tækifæri til að bjóða upp á einfaldan en fljótlegan bröns. Sjálfur hef ég nefnilega ekki gaman af því að borða af hlaðborðum en þannig er fyrirkomulagið á mörgum af þeim stöðum sem bjóða dögurð í dag. Mér finnst persónulega skemmtilegra þegar einhver ber fram fyrir mig fallegan, heilsusamlegan og góðan mat á disk, í stað þess að raða sjálfur á hann af hlaðborði.“
„Bleikjan sem ég er með í þessari uppskrift kemur frá Útey og að mínu mati er enginn betri á Íslandi í þessu fagi í dag. Ég hef sjálfur reynt að reykja bleikju en það tókst alls ekki eins vel og hjá meisturunum í Útey sem hafa gert þetta að listformi. Mér finnst líka gaman að bjóða upp á dögurð sem inniheldur annað en pylsur og beikon. Við erum til dæmis með vegan bröns sem hefur slegið vel í gegn,“ segir Böðvar og bætir við að vikan á matarmarkaðnum byrji yfirleitt hægar en hún endar og að í sjálfu sér sé næstum því meira að gera en hann vildi, sem sé auðvitað lúxusvandamál.
„Íslendingar eru enn í miklum meirihluta gesta, sem er gott vegna þess að það eru fastagestir sem halda stöðunum uppi meðan ferðamennirnir eru skemmtileg og kærkomin viðbót,“ segir Böðvar að lokum.