fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fókus

Uppskrift: Indverskt kjúklingakarrí með engifer og kókos

Jóhanna Jakobsdóttir segir að maður sé fljótari að útbúa þennan rétt en að bíða eftir pítsu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég las einhvers staðar að það væri fljótlegra að búa til indverska kássu en að ákveða hvernig pítsu maður vill, panta hana og bíða eftir henni,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir, einn eigenda veitingastaðarins Nostra við Laugaveg, en hún gefur okkur girnilega uppskrift að helgarmat sem hún segir að taki ekki nema um hálftíma að útbúa. Minni tíma en það tekur að bíða eftir pítsu.

„Þessi réttur slær alltaf í gegn hjá gestum og það má útfæra hann og breyta honum eins og manni sýnist. Það er ekkert mál að nota kartöflur, blómkál og lauk (eða annað grænmeti og baunir) í stað kjúklings og sleppa rjómanum fyrir vegan-væna útgáfu eða nota mildara krydd fyrir börnin. Aðalatriðið er að nota gæðakrydd, karrí og mango chutney,“ segir hún og hvetur lesendur til að leika af fingrum fram með hlutföllin og láta ekki á sig fá þótt eitthvað vanti í ísskápinn.
„Þessi uppskrift gefur slatta af sósu en mér finnst gott að geta hellt vel yfir hrísgrjónin og dýft brauðinu í. Svo er þessi réttur guðdómlegur daginn eftir þegar bragðið er aðeins búið að fá að taka sig.“

UPPSKRIFT

Fyrir fjóra

Fjórar kjúklingabringur skornar í bita og kryddaðar með garam masala, eða öðru indversku kryddi, auk svarts pipars
Fimm hvítlauksgeirar (eða eftir smekk, kreistir með hvítlaukspressu)
3 msk. masala karrí (ég nota mest það sterkasta en hægt að sníða eftir þörfum)
2–3 kúfaðar msk. mango chutney
2 dl rjómi
2 dl kókosmjólk eða -rjómi (má líka nota ab-mjólk eða sýrðan rjóma ef maður vill réttinn minna sætan)
1–2 msk. rifinn ferskur engifer
5 ananashringir úr dós, skornir í bita (eða einhverjir aðrir ávextir ef fólk vill ekki ananas, svo sem þurrkað mangó)
Svartur pipar og chili-flögur eftir smekk, salt ef vill
Kókosmjöl eftir smekk (til að þykkja sósuna, en athugið að þetta gerir hana aðeins sætari)
Túrmerik eftir smekk, til þess að gera sósuna fallega gula og hollari
Knippi af ferskum kóríander (fyrir þá sem það vilja, annars hægt að nota steinselju eða hreinlega sleppa)
Ristaðar og saltaðar kasjúhnetur (má líka nota kókósflögur eða aðrar hnetur)

Kjúklingabringur brúnaðar á öllum hliðum á pönnu í ólífuolíu. Hvítlaukur pressaður yfir og svitaður, karrí dreift yfir. Mango chutney, kókosmjólk og rjóma hellt yfir. Suðan látin koma upp. Engifer bætt út í og svo ananas. Kókosmjöl og túrmerik sett út í ef vill. Látið malla þar til kjúklingur er passlega eldaður. Sett á fat og skreytt með kóríander, hnetum og kókosflögum ef vill.

Best með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði en gengur líka vel með kartöflum eða bökuðu grænmeti og salati fyrir þá sem vilja vera í hollustunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi

Afhjúpar dularfullu skilaboðin sem voru upphafið að óvæntu ástarsambandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós

Kærastinn var sífellt að saka hana um framhjáhald – Síðan kom tvöfalt líf hans í ljós
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona

Páskavikan á Instagram – Trúlofun ársins, sykurpabbi og rosa dugleg iðnaðarkona
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“

Búinn að kaupa draumaferðina til Íslands þegar martröðin dundi yfir – „Ég hélt að ekkert myndi koma í veg fyrir að ég færi í þessa ferð“