fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Heyrðu snöggvast Snati minn!

Orðabanki Birtu: Snati

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 26. nóvember 2017 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snati er gamalt íslenskt orð yfir það sem við köllum í dag snattara, eða þann sem gengur erinda fyrir aðra. Snati er líka notað um snuðrara eða hnýsinn mann og einnig skósvein.

Það er líklegast þess vegna sem Snati er líka eitt vinsælasta hundanafn þjóðarinnar fyrr og síðar.

Hér áður þurftu Íslendingar nauðsynlega á hundum að halda við smölun kinda, kúa og hesta og því liggur það í hlutarins eðli að dýrið sem snattast og sendist um sé kallað Snati.

Halldór Laxness – Smásögur

Hundurinn okkar hét bara Snati, okkur hefur líklega vantað ímyndunarafl í hundsnöfnum, enda hefur þetta ugglaust verið ómerkilegur hundur. Okkur var samt vel til vina og ég bíaði oná hann og fór með gott við hann þegar hann fór að sofa að morni dags útí teignum þar sem allir voru að slá og raka. Ég hélt að þessi hundur væri einkavinur minn þó hann teldi sig eiga sameiginlegar skyldur við smalann, sem lýsti sér í því að ef smalinn kallaði í Snata á móti mér, þá fór hann með smalanum; en ef vinnumaðurinn kallaði á móti smalanum, þá elti Snati vinnumanninn. Ég virti þetta á þann veg að hundinum væru ljósar skyldur sínar í þjóðfélaginu.

28. kafli, síða 323

Íslensk samheitaorðabók

SNATI

skósveinn
léttadrengur, skutulsveinn, þjónn; handbendi, leiguþý, senditík, snati, undirlægja

snuðrari
snapvís maður, snati, snápur, snuddari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“

Myndir af heimili Gene Hackman og eiginkonu hans vekja óhug – „Hryllingshús“
Fókus
Í gær

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol

Konungar sveitaballanna fögnuðu – Prettyboitjokko mætti í SKÍMÓ bol
Fókus
Fyrir 3 dögum

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live

White Lotus-stjarna sár og svekkt út í Saturday Night Live