fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Andrea rifjar upp útvarpsviðtalið: „Ég bað hann náðarsamlegast að vera ekki að útvarpa þessu“

„Þetta er reyndar mjög hallærisleg saga“

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert hefðbundið við Andreu Jónsdóttur, plötusnúð og útvarpskonu. Hvorki útlit, áhugamál, starfsframi, kynhneigð, trúarskoðanir né fjölskylduform. Í húð, og grátt hár, er þessi 68 ára rokkari, köttur sem fer sínar eigin leiðir.

Andrea er í einlægu og opinskáu viðtali í Birtu þar sem hún ræðir um allt milli himins og jarðar, meðal annars kynhneigðina. Hér að neðan birtist kafli úr viðtalinu þar sem hún ræðir meðal annars um eftirminnilegt útvarpsviðtal hjá Árna Þórarinssyni, blaðamanni og rithöfundi.


Án þess að hún hafi nokkurn tímann sent frá sér formlega yfirlýsingu vita margir að Andrea hneigist til kvenna. Hún hefur samt aldrei haft sérstaklega hátt um kynhneigð sína enda segist hún komin af kynslóð og sprottin úr umhverfi þar sem lítið var talað um kynlíf eða kynferðismál.

„Það var að minnsta kosti aldrei talað um kynlíf heima hjá mér og ég var aldrei spurð neitt út í það hvort ég vildi vera með stelpum eða strákum, enda var samkynhneigð varla til í heimsmynd þjóðarinnar,“ segir hún og rifjar upp tvær konur sem bjuggu á Selfossi þegar hún var krakki.

„Þetta voru þær Margrét nuddkona og hún Bjargey sem „bjó hjá henni“, eins og það var orðað. Mér þótti þetta alltaf spes fyrirkomulag en það var aldrei neinn sem talaði um að þær væru par. Þetta voru miklar hestakonur sem fengu að hafa hesta í hesthúsi hjá afa mínum. Ég var oft að skrattast á þessum hestum þeirra þegar ég var krakki á árabilinu 1957 – sextíu og eitthvað. Eftir að á hyggja höfum við æskuvinirnir frá Selfossi oft hlegið að því hvað allir voru eitthvað grunlausir á þessum árum,“ segir hún, stendur upp og teygir svolítið úr sér.

Aðspurð hvernig hún áttaði sig á tilfinningum í eigin brjósti á tímum bælingar og þagnar segir Andrea það einna helst hafa verið þokkadísir frá Hollywood sem leiddu hana fyrst í sannleikann, án þess að hún hafi haft orð á því á þeim tíma.

„Til dæmis man ég sérstaklega eftir myndinni The Misfits með Marilyn Monroe sem kom út árið 1961. Ég skildi aldrei af hverju hugguleg ung stúlka eins og hún Marilyn Monroe var að faðma gamla skarfinn Clark Gable. Mér fannst þetta eiginlega hálf ógeðslegt. Þessir gömlu karlar áttu alls ekki að eiga skilið að fá svona huggulegar stúlkur til lags við sig. Þar fór góður biti í hundskjaft, hugsaði ég,“ segir Andrea og hlær.

Mömmu var slétt sama og pabbi sagði að þetta væri mitt líf

Það var svo í útvarpsviðtali hjá Árna Þórarinssyni sem Andrea var fyrst spurð út í hvernig það væri að vera lesbía.
„Hann gerði bara ráð fyrir því að allir vissu þetta! Ég bað hann náðarsamlegast að vera ekki að útvarpa þessu, bókstaflega, þar til ég væri búin að tala við foreldra mína. Eftir að búið var að taka upp þáttinn hringdi ég í systur mína og spurði hana hvort pabbi og mamma vissu ekki örugglega af þessu. Hún sagðist ekkert vita um það svo ég hringdi í mömmu sem sagði bara: „Hva!? Auðvitað! Henni væri nú bara alveg slétt sama, og pabbi sagði að þetta væri mitt líf. Svo var ekkert meira með það, enda átti ég frábæra foreldra sem leyfðu mér bara alltaf að vera ég sjálf. Svo er þetta nú yfirleitt þannig með flesta foreldra. Þeir vita þetta um börnin sín jafnvel þegar þau eru sjö ára eða eitthvað. Löngu áður en maður veit það sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna