fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Dagur í lífi Þórdísar Gísladóttur

Um brauðbakstur, þunglyndi og búmm búmm í Norðurmýri

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Gísladóttir, rithöfundur og þýðandi, fæddist í Reykjavík þann 14. júlí árið 1965 og er því 52 ára. Síðustu þrettán árin hefur hún búið í Norðurmýrinni ásamt eiginmanni sínum, Snæbirni Pálssyni, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands. Þau eiga tvo syni, 27 og 29 ára og köttinn Mosa. Fyrsta bók Þórdísar, ljóðabókin Leyndarmál annarra, kom út fyrir sjö árum en þrettánda bókin með nafni hennar á kápunni, Doddi – Ekkert rugl!, kemur úr prentun í vikunni.

„Ég vakna yfirleitt allt of snemma. Kannski klukkan 6.00 eða 7.00 sem er miklu fyrr en mig langar að vakna.

Mig langar nefnilega að vera þessi týpa sem sefur út en ég get það bara yfirleitt ekki. Stundum fer ég beint á fætur og stundum ekki. Ef ég þarf nauðsynlega að koma einhverju í verk þá rýk ég samt oft fram úr. Ég borða alltaf morgunmat, gjarna brauð með osti og nokkra kaffibolla. Stundum baka ég líka brauð.

„Stundum legg ég mig líka aftur fyrir hádegi ef ég vakna allt of snemma. Það er samt erfitt þessa dagana því það er svo mikið um hamarshögg og sprengingar hérna í kringum Norðurmýrina. Það er alltaf eitthvað búmm, búmm. Ég skil reyndar ekki fólk sem getur vakað á nóttunni og sofið á daginn. Það er alltaf einhver hávaði. Ruslabílar, hundar að gelta, hurðaskellir og alls konar umhverfishljóð.“
Þórdís Gísladóttir: „Stundum legg ég mig líka aftur fyrir hádegi ef ég vakna allt of snemma. Það er samt erfitt þessa dagana því það er svo mikið um hamarshögg og sprengingar hérna í kringum Norðurmýrina. Það er alltaf eitthvað búmm, búmm. Ég skil reyndar ekki fólk sem getur vakað á nóttunni og sofið á daginn. Það er alltaf einhver hávaði. Ruslabílar, hundar að gelta, hurðaskellir og alls konar umhverfishljóð.“

Mynd: Brynja

Þá hnoða ég það kvöldið áður og læt hefast yfir nóttina en skelli svo í ofninn þegar ég vakna. Eftir að Brauð og co var opnað í Mathöllinni úti á Hlemmi er líka freistandi að fara þangað og kaupa brauð á morgnana. Að morgunverðinum loknum fer ég yfirleitt að skrifa eitthvað.

Stundum verður mér meira úr verki milli klukkan 8.00 og 10.00 á morgnana heldur en það sem eftir er dagsins og oft er ég að vinna á náttfötunum langt fram eftir morgni eða jafnvel fram yfir hádegi. Reyndar er ég með skrifstofu ásamt nokkrum konum á Hallveigarstöðum við Túngötuna.

Hvort ég fer þangað eða ekki hefur yfirleitt með það að gera hvort ég vakna félagslynd þann daginn eða ekki. Stundum langar mig bara að hreyfa mig eða hitta fólk og þá er gott að fara á skrifstofuna. Svo er Hildur Knútsdóttir líka ein þeirra sem deila skrifstofunni með mér og við skrifum bækurnar um Dodda í sameiningu.

Nýjasta bókin, Doddi – Ekkert rugl!, er framhald af bók sem kom út í fyrra. Bókin hefst á því að sambandið hans við kærustuna er komið niður fyrir frostmark og hann heldur að mamma sín sé að deita útlenskan glæpamann. Þetta er saga beint úr samtímanum en ég myndi ekki segja að þetta sé sama skandinavíska félagslega raunsæið og ég ólst upp við að lesa í unglingabókum. Vissulega er þetta félagslegt raunsæi, en öðruvísi og léttara en það sem við áttum að venjast. Mér finnst gaman að skrifa fyrir börn og ungmenni.

Það vantar fjölbreyttari bækur fyrir þennan hóp og einhver þarf að taka að sér að skrifa þær. Svo er þetta líka ögrandi. Það geta ekki allir krakkar lesið það sama, enda ekki allir með sömu áhugamálin. Mig langaði að skrifa bók um raunveruleika íslensks unglings í dag.

Sumum finnst kannski sérstakt að við séum að skrifa ástarsögu unglingspilts en það eru stelpur í sögunni líka. Þeir ganga líka í femínistafélag vinirnir og styðja skólasystur sínar í brjóstabyltingunni.
Ef ég er ekki að skrifa þá er ég oftast að lesa eitthvað.

Ég eyði reyndar yfirleitt miklu meiri tíma í að lesa en skrifa. Núna er ég að lesa bækur um konur og geðsjúkdóma. Já og sjúkdóma og samfélag, hvernig sumt er skilgreint sem sjúkdómur á einum tíma en ekki öðrum, og í einu landi en ekki öðru.

Til dæmis var hysteria einu sinni sjúkdómur en sá sjúkdómur er ekki til lengur. Og melankólía var einu sinni bara ákveðið ástand en er líklega frekar skilgreind sem sjúkdómurinn þunglyndi í dag. Þetta er mjög áhugavert.

Þó að ég lesi mikið þá er ég samt ekki týpan sem stend ekkert upp, enda of eirðarlaus til að gera það sama lengi í einu. Stundum legg ég mig líka aftur fyrir hádegi ef ég vakna allt of snemma. Það er samt erfitt þessa dagana því það er svo mikið um hamarshögg og sprengingar hérna í kringum Norðurmýrina.

Það er alltaf eitthvað búmm, búmm. Ég skil reyndar ekki fólk sem getur vakað á nóttunni og sofið á daginn. Það er alltaf einhver hávaði. Ruslabílar, hundar að gelta, hurðaskellir og alls konar umhverfishljóð.

Hvort sem ég er heima eða á skrifstofunni þá byrja ég alltaf að þrá heitan hádegismat í kringum 12.00. Ef ég er á skrifstofunni þá fer ég stundum á veitingastað eða næ í falafel á Mandí og stundum dett ég bara í 1944 af því mig langar svo í heitan og heimilislegan hádegismat.

Mér leiðist of mikil endurtekning, enda sagði ég upp vinnunni sem verkefnastjóri í Háskólanum á sínum tíma. Ég kynntist reyndar mörgu skemmtilegu fólki í þeirri vinnu en mér leiddist hvað dagarnir urðu keimlíkir, svo ég hætti bara. Mörgum fannst þetta mjög skrítið en ég er bara svo hrifin af tilbreytingu og lítið fyrir rútínu og treysti á að þetta yrði allt í lagi.

Fyrsta frumsamda bókin mín kom út þegar ég var 45 ára, ég hafði þýtt nokkrar áður, en ég hef verið í hinum og þessum verkefnum með ritstörfum og þýðingum. Ég kenndi til dæmis eina önn í Hamrahlíð, vann á auglýsingastofu og sitthvað fleira. Það ætti ekki að koma neinum á óvart ef ég færi allt í einu að vinna sem bréfberi, í blómabúð eða á leikskóla. Það er ekkert útilokað að ég geri það einhvern tíma.

Að vinnudegi loknum fer ég stundum á „happy hour“ með vinkonum eða kunningjum, til dæmis á Kaldabar, Veðurbarinn eða einhvern hótelbar. Það þarf jú einhver að taka það að sér að vera drykkfellt ljóðskáld. Í kringum 19.00, eða eftir gleðistundina, kaupi ég kannski eitthvað í matinn handa okkur, ef ekki þá förum á einvern stað í grenndinni eða kaupum „teikavei“.

Mai Thai á Hlemmi er til dæmis frábær staður fyrir taílenskan skyndibita og svo er Mathöllin sérlega kærkomin fyrir fólkið í hverfinu, nú og svo er ég fastagestur á Ban Thai og kalla þann stað stundum mötuneytið því ég fer svo oft.

Það er frekar líklegt að ég sé þar á kvöldmatartíma ef ég er ekki heima hjá mér. Maðurinn minn eldar eiginlega ekki neitt. Hann setur frekar í þvottavél og gengur frá þvottinum. Mér skilst að þessi verkaskipting sé mjög ótýpísk. Oftast eru karlarnir víst í því að elda og konur sjá um þvott en hjá okkur er þetta öfugt. Eftir kvöldmat vinn ég stundum eitthvað, nú eða hangi á Twitter og Facebook eða horfi á sjónvarpið.

Stundum er ég líka að lesa, horfa á sjónvarpið og skoða Twitter og Facebook allt í senn. Svo kemur það fyrir að við skreppum í bíó eða foreldraheimsókn, á tónleika, í leikhús eða jafnvel fer ég á einhverja fundi eða áhugaverð ljóðakvöld á skemmtilegum börum eða kaffihúsum. Oftast tekst mér að koma mér í rúmið fyrir 00.00 á virkum dögum en svo ligg ég andvaka í svona klukkutíma af því ég þarf að hugsa svo mikið. Ég er að reyna að vinna gegn þessu með því að hlusta á hlaðvarpsþætti.

Það er fínasta svefnlyf en þá verður það helst að vera eitthvað sem er ekkert rosalega spennandi því ég er jú að reyna að slökkva á sjálfri mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna