fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Oft leynist flagari undir fögru skinni

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 7. október 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FLAGARI

Orðið sem við spáum í að þessu sinni er nafnorð, notað um karlmenn sem eru lausgirtir og óheiðarlegir í ástamálum.

Uppruni orðsins liggur ekki alveg fyrir en líklegast er það dregið af orðinu flag sem táknar lélegan og/eða hrjóstrugan jarðveg. Samanber „flagð undir fögru skinni.“

Árið 1914 setti faðir nútímasálfræðinnar, Sigmund Freud, fram kenningar sem ganga út á að hegðunarmunstur flagarans orsakist af undirliggjandi minnimáttarkennd og skömm. Minnimáttarkenndin knýr hann til að leita stöðugt viðurkenningar frá auðtrúa kvenfólki sem hann svo losar sig við þegar hann hefur fengið það sem hann leitaði eftir – og þá taka nýjar konur við keflinu.

Freud tengdi þessa sjálfsdýrkunar-persónuleikaröskun við söguna um gríska guðinn Narsissus. Sá lá tímunum saman við tjarnarbakka þar sem hann dáðist að eigin spegilmynd. Á endanum rann hann út í og drukknaði.

Eftir því sem sálfræðihugtök verða algengari í daglegu tali Vesturlandabúa hefur það færst í aukana að gömlum orðum, sem lýsa þessari manngerð, hafi verið skipt út fyrir orðið narsissista enda hnitmiðuð og góð lýsing á flagaranum.

Af málið.is

flagari nafnorð karlkyn

kvensamur og svikull karlmaður
kærastinn reyndist vera hinn versti flagari

Íslensk orðsifjabók

flaga s. (18. öld) ‘gabba, tæla’; flagari k. ‘svikahrappur í kvennamálum’. Uppruni óviss; líkl. sk. flagurmaður ‘flysjungur, léttúðargosi’, flaga (3) og flögra.

Samheiti

pilsaveiðari, reiðhrókur, skækill, stelpusnati, bósi, duflari, flagari, flaki, flasari, hrókur, kvennaflagari, kvennahrókur, kvennaloddi, kvennamaður, kvennasnati, lausagopi, lausungarmaður, loddi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 

Heimsins stærsta hittir heimsins minnstu – „Við eigum nokkuð sameiginlegt“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð

Svona er að heimsækja fanga á Litla-Hraun: Birna fer í gegnum fyrstu heimsóknina sem var bæði átakanleg en góð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2

Fjör og flottheit á forsýningu IceGuys 2