fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Hlýddu Helga Björns – vertu þú sjálf/ur. Farðu alla leið!

Hugleiðingar um hugrekkið til að synda á móti straumnum og sýna sinn innri mann

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum þurfum við að taka á honum stóra okkar til að segja meiningu okkar, synda á móti straumnum – vera 100% við sjálf.

Kröfur samfélagsins geta verið bæði skrítnar og flóknar og okkur gengur misvel að mæta væntingum; vera normal, feta hinn gullna meðalveg og passa í þetta svokallaða mót, eða þessi svokölluðu mót, því reyndar eru þau í fleirtölu og koma úr öllum áttum. Til dæmis frá fjölskyldu, vinum, vinnufélögum og restinni af samfélaginu. Meira að segja samfélagsmiðlar heimta bæði hitt og þetta.

Svo breytast kröfurnar líka í tímans rás. Það sem þótti æskilegt eða óæskilegt fyrir tíu árum þykir kannski hið besta mál í dag – og öfugt.

Þegar ég var barn þóttu til dæmis konur með húðflúr svo skrítnar að ósjálfrátt reiknaði fólk með því að þær ynnu í sirkus eða væru bókstaflega á kafi í eiturlyfjum. Svo breyttist þetta viðhorf á einni nóttu þegar ég komst á fullorðinsár og önnur hver stelpa fékk sér flúr, helst einhverja træbalhörmung á mjóbakið, (gjarna til að passa í mótið hjá vinahópnum).

Sumar sáu kannski eftir uppátækinu en það er allt í lagi því þær fórnuðu sér fyrir fjöldann án þess að hafa hugmynd um það.

Árið 2017 getur fimmtuga frænka þín pantað sér tíma í miðaldra-skilnaðartattú og skammlaust borið mynd af Bubba, Búdda eða blöðrusel, bara einhverju sem hún fílar, á upphandleggnum því enginn á eftir að hugsa:

„Vá, hvað hún er snar þessi. Ætli hún vinni í sirkus?“

Þetta finnst mér af hinu góða.

Það má segja að ritstjórnarstefna Birtu snúist einmitt um hugrekkið til að sýna sinn innri mann og vera maður sjálfur án þess að skammast sín, burtséð frá aldri, stétt, stöðu, kyni eða kynhneigð. Koma út úr skápnum í alls konar merkingum og hafa engar áhyggjur af áliti annarra.

Svo skemmtilega vill til að flestir viðmælendur Birtu, í fertugustu viku árs, eiga það akkúrat sameiginlegt að fylgja ekki straumnum og forðast þessi umræddu mót.

Forsíðudrengurinn Hjálmar Örn er miðaldra meistari sem á mjög stuttum tíma hefur slegið í gegn sem einn fyndnasti grínisti landsins.
Þórdís Gísladóttir rithöfundur sagði upp 9–5 vinnunni þegar hún var 45 ára og gaf út sína fyrstu frumsömdu bók.
Þorsteini Bachmann leiðist að leika steríótýpur og þess vegna tók hann meðal annars að sér hlutverk manns sem prentaði stórhættulega erótík fyrir homma fyrir árið 1950.

Í stuttu máli eru skilaboðin þessi:

Hlýddu Helga Björns, vertu þú sjálfur, farðu alla leið! Alltaf!

PS: Hleyptu meiri Birtu í líf þitt, komdu í áskrift. og fylgdu okkur á Instagram

//platform.instagram.com/en_US/embeds.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“