SEGIR DIDDA Í 18 RAUÐUM RÓSUM
18 Rauðar Rósir er gamalgróin blómaverslun í hjarta Kópavogs. Búðin var stofnuð þann 20. október árið 2006 og varð því 11 ára á dögunum. Af því tilefni er tilboð á íslenskum rósum í versluninni út mánuðinn.
„Hvað er rómantískara en rauðar rósir?“ spyr Sigríður I. Gunnarsdóttir, eða Didda eins og hún er oftast kölluð. „Almennt eru Íslendingar að verða rómantískari og gefa gjarnan rósir og allavega blóm, jafnvel líka konfekt, enda varla hægt að hugsa sér rómantískari gjafir.“
18 Rauðar rósir býður einnig upp á heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hverjum þykir ekki gaman að fá óvæntar blómasendingar?
Didda býr yfir áratugareynslu í blómabransanum. „Við höfum alltaf lagt ríka áherslu á að bjóða upp á glæsilegt úrval á íslenskum blómum og gjafavöru sem hentar við öll tækifæri,“ segir Didda. Ásamt því sem starfsmenn kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu, býður búðin upp á fjölbreytta og glæsilega gjafavöru.
Meðal þeirra íslensku hönnuða sem 18 Rauðar rósir selur vörur fyrir eru: AUNTS DESIGN, Flóki & Co., IHANNA HOME, heklaíslandi, SveinBjörg, Þóra Sigurþórs, Jónsdóttir & Co., Magga myndlist, Elísabet Ásberg, Krista Design, JB art, Hjartalag og hið sívinsæla konfekt frá Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi. Fuzzy-kollurinn fæst einnig í 18 Rauðum rósum. Að auki er að finna stórbrotið úrval erlendra framleiðenda og þar á meðal eru gómsætar franskar sælkeravörur frá Nicolas Vahé.
18 Rauðar rósir er til húsa að Hamraborg 3, 200 Kópavogi.
Hafa má samband í síma 554-4818 eða í gegnum tölvupóst í 18raudarrosir@18raudarrosir.is.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu 18 Rauðra rósa, www.18raudarrosir.is og á Facebook-síðu verslunarinnar.