fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Solveig ætlar að skella sér í búning og taka hrekkjavökuskot

Solveig María Ívarsdóttir, viðburðastjóri á Petersen, planar stórskemmtilega hrekkjavöku og kosningahelgi í Gamla bíói.

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 27. október 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég byrja föstudaginn á kaffi um níu og fer svo í vinnuna. Ég er markaðs- og viðburðastjóri í Gamla bíói og Petersen svítunni svo það er um að gera að ganga frá öllum veislum og viðburðum helgarinnar áður en helgarfríið byrjar. Eftir vinnu ætla ég að hitta vinkonur mínar í happy-hour í Petersen svítunni svo ég rölti bara upp á næstu hæð frá skrifstofunni, virkilega þægilegt. Um kvöldið ætla ég svo að taka því rólega, kíki kannski út að borða og í bíó. Ég ætla að hlaða batteríin vel fyrir laugardaginn enda virkilega stór dagur framundan fyrir okkur öll. Kosningar, Halloween og kosningavaka – hversu góð blanda er það!? Ég vil samt benda áhugasömum á að Halloween-helgin í Petersen svítunni byrjar klukkan ellefu á föstudagskvöldið.

Á laugardeginum ætla ég að kíkja í dögurð með mínum og fara svo að kjósa. Eftir það hefst undirbúningur fyrir kvöldið en við í Petersen svítunni höldum Halloween hátíðlega alla helgina. Fyrir þau sem ekki vita það þá eiga Gamla bíó og Petersen svítan sér gamla og skemmtilega sögu. Flestir vita að Gamla bíó er gamalt kvikmyndahús, eins og nafnið gefur til kynna, en færri vita að Peter „Bíó“ Petersen, sem lét byggja Gamla bíó og var jafnframt sýningarstjóri, bjó á efstu hæðinni í húsinu ásamt fjölskyldu sinni þar sem nú er Petersen svítan. Þar sem húsið á sér sögu aftur til ársins 1926 hefur orðrómur um reimleika í húsinu verið á kreiki og margir vilja meina að húsið sé krökkt af draugum.
Í tilefni hrekkjavökunnar mun Petersen svítan fá drungalegt útlit og hafa barþjónarnir hannað þrjá stórhættulega hrekkjavökukokteila. Svo verða ókeypis skot í boði fyrir þau sem mæta í búningum frá tíu til miðnættis á laugardeginum. Lofar góðu!

Á sunnudaginn ætla ég að hlaða batteríin fyrir komandi viku, skipuleggja mig vel og gera eitthvað skemmtilegt. Mér er svo boðið í frænkukaffi klukkan þrjú og ég hlakka til að hitta þær. Svo er okkur kærastanum boðið í mat til mömmu um kvöldið þannig að sunnudagurinn endar í faðmi fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna