fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Ævintýri sem hófst með einni sænskri mottu

Vefverslunin DIMM.is býður vandaðar og fallegar vörur fyrir heimilið frá hönnuðum víðs vegar um Evrópu.

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 27. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Anna Birna Helgadóttir og Erla Björk Guðnýjardóttir opnuðu verslunina í apríl á þessu ári ásamt eiginmönnum sínum, þeim Skarphéðni Kristjánssyni og Baldri Má Helgasyni. Anna Birna fékk hugmyndina eftir að hún eignaðist mottu frá sænska hönnuðinum Linu Johansson.

„Ég þurfti að hafa mikið fyrir því að eignast þessa mottu. Vinkona mín, sem býr í Svíþjóð, þurfti að panta hana heim til sín og senda mér hana þaðan til Íslands. Það kom engin önnur motta til greina og hún fékkst ekki hér á landi. Nú eru komin tvö ár síðan ég eignaðist þessa frábæru mottu og hún er nákvæmlega eins og daginn sem ég fékk hana. Ég er því búin að prufukeyra mottuna í tvö ár og get gefið henni 10 í einkunn,“ segir Anna Birna en útgangspunkturinn með versluninni er að bjóða aðeins vörur sem eigendurnir hafa sjálfir fallið fyrir.

Sýningarrýmið eykur gæði þjónustunnar

,,Ég kaupi sjálf mikð af netinu og finnst það í raun þægilegra en að fara í búðir. Við viljum samt bjóða bestu þjónustu sem völ er á og því opnuðum við nýlega sýningarrými í Ármúla 19. Áður þurftu viðskiptavinir að koma heim til okkar að skoða úrvalið en nú getum við boðið þeim að koma í Ármúlann, sem er auðvitað mikið þægilegra,“ segir Anna Birna og hlær.
Sýningarrýmið er opið tvo daga vikunnar, þriðjudaga og fimmtudaga, frá klukkan 15.30 til 18.00. Dimm.is býður viðskiptavinum sínum jafnframt upp á fjórtán daga skilafrest og endurgreiðslu og segja eigendurnir að þannig komi þau til móts við viðskiptavini sem versla á netinu og hafa ekki séð vörurnar áður.
„Það er oft þannig að hlutirnir annaðhvort passa ekki eða koma öðruvísi út en búist var við og þá er bara minnsta mál að senda okkur vöruna til baka enda er það hluti af því að veita góða þjónustu,“ segir hún.

Smelltu HÉR til að skoða úrvalið í versluninni

Motturnar sem allir elska

Spurðar út í vinsælustu vöru verslunarinnar segja þær Anna Birna og Erla Björk svarið einfalt.

„Motturnar! Gæðin í þeim eru einstök. Þetta eru vínylmottur úr mjúku PVC sem gerir það að verkum að auðvelt er að þrífa þær. Það festist ekki allt í þeim eins og venjulegum mottum, svo má setja þær í þvottavél eða í sturtu og skola af þeim. Þær eru líka mjúkar undir fæti og svo eru þær líka svo fallegar!“ segir Anna Birna sem er sjálf með margar mottur frá Linu Johansson heima hjá sér.
Á síðustu vikum hefur DIMM tekið inn fimm ný vörumerki og fleiri eru væntanleg fyrir jólin. Þessi skemmtilega verslun hefur stækkað ört á sínu fyrsta ári og það verður spennandi að fylgjast með vöruframboðinu á næstu misserum.

Dimm.is

Ármúla 19, 2. hæð
Afgreiðslutími: Þriðju og fimmtudaga milli 15.30–18.00

MYNDIR

Motturnar frá Line Johansson eru langvinsælasta vara Dimm.is, enda slitgóðar, þægilegar og dekoratívar í senn. Það er auðvelt að þrífa þær og á sama tíma fara þær vel í flestum herbergjum heimilisins.
Magnaðar mottur! Motturnar frá Line Johansson eru langvinsælasta vara Dimm.is, enda slitgóðar, þægilegar og dekoratívar í senn. Það er auðvelt að þrífa þær og á sama tíma fara þær vel í flestum herbergjum heimilisins.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Dimm.is býður vandaðar barnavörur frá merkinu NunuNu og Garbo & Friends en indjánatjöldin hafa verið mjög vinsæl hjá þeim yngstu og ekki síst mæðrunum, því þau eru falleg og gleðja augað.
Fyrir litla indjána Dimm.is býður vandaðar barnavörur frá merkinu NunuNu og Garbo & Friends en indjánatjöldin hafa verið mjög vinsæl hjá þeim yngstu og ekki síst mæðrunum, því þau eru falleg og gleðja augað.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mille W er glænýtt merki í versluninni en Mille er með leður sem einkennismerki á öllum sínum vörum. Þetta gerir þær óneitanlega svolítið svalar. Sápan kostar 3.490 kr.
Mille W handsápur Mille W er glænýtt merki í versluninni en Mille er með leður sem einkennismerki á öllum sínum vörum. Þetta gerir þær óneitanlega svolítið svalar. Sápan kostar 3.490 kr.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nordstjerne-vasarnir prýða orðið nokkur heimili á Íslandi. Stílhreinn og fallegur vasi sem fæst í tveimur stærðum og með mimunandi fótum, annars vegar brass og hins vegar svörtum standi.  Vasarnir kosta frá 12.990 kr.
Norðurstjörnurnar skína Nordstjerne-vasarnir prýða orðið nokkur heimili á Íslandi. Stílhreinn og fallegur vasi sem fæst í tveimur stærðum og með mimunandi fótum, annars vegar brass og hins vegar svörtum standi. Vasarnir kosta frá 12.990 kr.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hjá Dimm.is fæst gott úrval fallegra skurðarbretta í mörgum stærðum.
Skurðarbrettin góðu Hjá Dimm.is fæst gott úrval fallegra skurðarbretta í mörgum stærðum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna