fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

INNLIT: Fallegir munir frá framandi löndum

Heimskonan Jóna Vestfjörð býr ásamt unnusta sínum í Búlgaríu og splunkunýrri blokk í Garðabæ

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 22. október 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar: Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, 25 ára, Hólmar Örn Eyjólfsson, 27 ára, og Silvía Vestfjörð Hólmarsdóttir, 2 ára.

Staðsetning: Urriðaholtið í Garðabæ.

Stærð: 115 fermetrar á efstu hæð í sex íbúða fjölbýli.

Byggingarár: 2017

„Við erum alveg nýflutt inn í húsið og reyndar fyrstu íbúarnir í blokkinni. Það er mjög sérstök tilfinning. Það er enginn annar fluttur inn,“ segir Jóna Vestfjörð sem rekur verslunina Seimei ásamt móður sinni, Guðrúnu Sólonsdóttur.

Jóna er trúlofuð knattspyrnumanninum Hólmari Erni Eyjólfssyni en þau búa jafnframt í borginni Sofia í Búlgaríu þar sem hann sinnir sínu starfi.

„Við fluttum reyndar þangað núna í september en þar áður bjuggum við í eitt ár í Ísrael. Svo lá okkur frekar mikið á að koma okkur fyrir hérna því ég kem mikið heim til Íslands. Bæði vegna aukinna umsvifa við verslunina með mömmu og svo er ég líka að leggja lokahönd á mastersritgerð við Háskólann þar sem ég er að klára nám í lögfræði,“ segir Jóna sem hefur ferðast um heiminn frá því hún var barn vegna vinnu foreldra sinna.

Hún kynntist unnusta sínum þegar hún var sautján ára og saman hafa þau búið á nokkrum stöðum í heiminum undanfarin ár.

„Hólmar var átján ára og ég sautján þegar við byrjuðum að vera saman. Hann bjó úti þegar við kynntumst og svo flutti ég fljótlega til hans. Árið okkar í Ísrael var æðislegt. Það er frekar skrautlegt að vera þarna, enda Ísraelar mjög blóðheitt fólk. Stundum heyrði maður líka sprengingar en það er bara eitthvað sem fylgir því að búa þarna. Dóttir okkar hafði það mjög gott enda nutum við þess að vera í hlýju loftslagi. Það verður breyting fyrir okkur að fara til Búlgaríu en þar er víst mjög kalt á veturna, jafnvel kaldara en hérna. Allt niður í tuttugu gráðu frost.“

En hvernig stendur á því að Garðabærinn varð svo fyrir valinu fyrir fyrsta heimili ykkar saman hér á Íslandi?

„Ég ólst að miklu leyti upp í Garðabænum og foreldrar Hólmars búa hérna rétt hjá, í Kópavoginum, svo það hentar að vera mitt á milli. Svo elskum við bæði náttúruna á Íslandi og finnst mjög gott að vera nálægt vatninu, umvafin fallegu umhverfi. Að auki er þetta nýtt húsnæði og passleg stærð fyrir okkur þar sem við erum ekki enn komin með fleiri börn og erum alltaf með annan fótinn erlendis.“

Eins og fyrr segir hefur Jóna ferðast mikið í gegnum tíðina og það sama gildir fyrir móður hennar sem hefur búið í Tókýó í Japan undanfarin ár. Á ferðum sínum hafa þær mæðgur skoðað fallega muni í hinum ýmsu löndum, muni sem er erfitt að finna hérlendis. Meðal annars mottur frá Íran, borð frá Indlandi og bollastell frá Filippseyjum svo fátt eitt sé nefnt.

„Mamma fékk þá hugmynd að við myndum opna vefverslun og byrja að selja leirmuni frá Japan. Verslunin gekk strax mjög vel og þetta vatt fljótt upp á sig. Við kynntumst húsgagnaframleiðanda í Istanbúl sem gerir einstaklega vönduð og falleg húsgögn og þegar við fréttum af lausu húsnæði í Síðumúla 13 þá slógum við til og tókum það á leigu undir verslunina, enda betra fyrir viðskiptavini að fá tilfinningu fyrir húsgögnum með því að koma og skoða þau. Við höfum samt tekið eftir því að áhugi á netverslun hefur stóraukist enda skilmálarnir og þjónustan orðin svo góð að fólk treystir meira á það.“

seimei.is

LÍTUM INN

Þetta er í raun bara glerkrukka en mér finnst mjög skemmtilegt að setja blóm í hann og tylla lokinu við hliðina á. Þetta er svona svolítið öðruvísi. Svo er hann extra stór og mikill þannig að þótt það sé ekkert í honum þá hefur hann mikið skreytingargildi.
Veglegur blómavasi Þetta er í raun bara glerkrukka en mér finnst mjög skemmtilegt að setja blóm í hann og tylla lokinu við hliðina á. Þetta er svona svolítið öðruvísi. Svo er hann extra stór og mikill þannig að þótt það sé ekkert í honum þá hefur hann mikið skreytingargildi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Lampinn kemur frá foreldrum mínum. Þau keyptu hann á antíkmarkaði í París en við bjuggum þar í borg þegar ég var lítil. Þau gáfu mér hann nýlega og ég vona að hann fari ekki aftur. Skermurinn á honum er reyndar nýlegur en lampinn sjálfur er mjög gamall.
Lampi af markaði í París Lampinn kemur frá foreldrum mínum. Þau keyptu hann á antíkmarkaði í París en við bjuggum þar í borg þegar ég var lítil. Þau gáfu mér hann nýlega og ég vona að hann fari ekki aftur. Skermurinn á honum er reyndar nýlegur en lampinn sjálfur er mjög gamall.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ljósið er hannað af Nemo Lighting en ég keypti það í verslunni Módern. Þau eru nýbúin að fá þetta merki og ég var sú fyrsta sem ég keypti þetta ljós hér á Íslandi, sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að eiga hluti sem eru ekki alveg úti um allt. Þetta er nýtt vörumerki sem ég hafði ekki heyrt um áður en ljósin koma í alls konar litum og stærðum. Ég valdi silfur af því mér finnst það passa vel við háfinn og lappirnar á borðstofuborðinu. Borðstofuborðið kemur frá Filippseyjum og er gert úr akasíuharðviði. Mamma hefur ferðast svolítið þangað. Þessi viðartegund er mjög algeng þar í landi en mér finnst hún mjög falleg, lífræn og lifandi. Borðplatan er 300 kíló og það var mikið maus að koma henni hingað inn en hún fer ekkert úr þessu. Það er hægt að sérpanta lappirnar undir borðið í fjölbreyttum formum og litum og í raun plöturnar líka.
Borðstofan Ljósið er hannað af Nemo Lighting en ég keypti það í verslunni Módern. Þau eru nýbúin að fá þetta merki og ég var sú fyrsta sem ég keypti þetta ljós hér á Íslandi, sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að eiga hluti sem eru ekki alveg úti um allt. Þetta er nýtt vörumerki sem ég hafði ekki heyrt um áður en ljósin koma í alls konar litum og stærðum. Ég valdi silfur af því mér finnst það passa vel við háfinn og lappirnar á borðstofuborðinu. Borðstofuborðið kemur frá Filippseyjum og er gert úr akasíuharðviði. Mamma hefur ferðast svolítið þangað. Þessi viðartegund er mjög algeng þar í landi en mér finnst hún mjög falleg, lífræn og lifandi. Borðplatan er 300 kíló og það var mikið maus að koma henni hingað inn en hún fer ekkert úr þessu. Það er hægt að sérpanta lappirnar undir borðið í fjölbreyttum formum og litum og í raun plöturnar líka.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þennan fékk ég frá sama framleiðanda og gerði sófann. Við seljum þessa rúmgafla í Seimei en það er hægt að panta þá í hvaða hæð, lit, efni og breidd sem fólk getur hugsað sér. Mér finnst mjög fallegt að hafa þennan ljósbleika gafl upp við gráa vegginn. Ég veit ekki hvort maðurinn minn var jafn spenntur fyrir þessu en mér finnst þetta alveg æði.
Royal-rúmgafl Þennan fékk ég frá sama framleiðanda og gerði sófann. Við seljum þessa rúmgafla í Seimei en það er hægt að panta þá í hvaða hæð, lit, efni og breidd sem fólk getur hugsað sér. Mér finnst mjög fallegt að hafa þennan ljósbleika gafl upp við gráa vegginn. Ég veit ekki hvort maðurinn minn var jafn spenntur fyrir þessu en mér finnst þetta alveg æði.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þetta fallega leirtau pantaði mamma af sýningu í Filippseyjum. Þar hitti hún framleiðandann sem gerir þessa fallegu muni. Þeir eru frekar óreglulegir í laginu og litirnir mjög fallegir. Svo má setja þetta í uppþvottavél sem er æði. Það er hægt að panta þetta í gegnum búðina okkar ef fólk vill, en stellið er samt ekki til eins og er. Það þarf að bíða aðeins eftir því.
Bollastell Þetta fallega leirtau pantaði mamma af sýningu í Filippseyjum. Þar hitti hún framleiðandann sem gerir þessa fallegu muni. Þeir eru frekar óreglulegir í laginu og litirnir mjög fallegir. Svo má setja þetta í uppþvottavél sem er æði. Það er hægt að panta þetta í gegnum búðina okkar ef fólk vill, en stellið er samt ekki til eins og er. Það þarf að bíða aðeins eftir því.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jóna er hrifin af því hvað borðplatan, sem er 300 kíló, er lífræn og litrík og það sama heillar hana við þetta leirtau, sem er bæði litafagurt og skemmtilegt í laginu.
Óregluleg form og litir Jóna er hrifin af því hvað borðplatan, sem er 300 kíló, er lífræn og litrík og það sama heillar hana við þetta leirtau, sem er bæði litafagurt og skemmtilegt í laginu.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Myndin í gyllta rammanum er keypt í Zefat, litlum gyðingabæ í Ísrael. „Þetta er svona hippa- og listamannabær en samt eru allir strangtrúaðir gyðingar. Frekar fyndin blanda. Svo lét ég ramma myndina inn hjá innrömmun Hafnarfjarðar sem mig langar að mæla alveg sérstaklega með. Íkonamyndirnar keypti ég í Sofia í Búlgaríu en mér finnst gaman að kaupa mér eitthvað eitt á hverjum stað.
Myndin Myndin í gyllta rammanum er keypt í Zefat, litlum gyðingabæ í Ísrael. „Þetta er svona hippa- og listamannabær en samt eru allir strangtrúaðir gyðingar. Frekar fyndin blanda. Svo lét ég ramma myndina inn hjá innrömmun Hafnarfjarðar sem mig langar að mæla alveg sérstaklega með. Íkonamyndirnar keypti ég í Sofia í Búlgaríu en mér finnst gaman að kaupa mér eitthvað eitt á hverjum stað.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna