Ímyndaðu þér bara ef engin væru …
Stundum er talað um að orð séu til alls fyrst en á undan þeim þarf hugmyndin að verða til. Oft er talað um ímyndunarafl, þá sem ímyndun í jákvæðum skilningi. Svo er talað um ímyndunarveiki, en þá er átt við fólk sem heldur sig talið einhverjum kvillum eða sjúkdómum án þess að neitt sé til í því.
John Lennon bað fólk um að ímynda sér engin þjóðlönd, engin trúarbrögð og ekkert stríð í von um að sú hugarsmíð yrði að veruleika einn daginn. Í bókinni „Leyndarmálið“ (e. The Secret) eru lesendur hvattir til að sjá lífið fyrir sér eins og þeir vilja hafa það því án þess eigi draumarnir aldrei eftir að rætast.
KVK,
• það að ímynda sér, hugarburður, órar
• skoðun
*fantasía, grilla, heilaspuni, hugarburður, hugarfóstur, hugarórar, hugarsmíð, hugmyndasmíð, hugmyndasmíði, hugsmíðar, ofsjónir, órar, skynvilla
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=YkgkThdzX-8&w=560&h=315]