fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Kísill fyrir vöðva og taugakerfið

Recover kemur íþróttafólki til bjargar

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 14. október 2017 14:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska fyrirtækið geoSilica sérhæfir sig í nýtingu á kísilsteinefni við framleiðslu á heilsuvörum en stofnendur og eigendur þess eru þau Fida Abu Libdeh og Burkni Pálsson.

Fyrsta vara geoSilica kom á markað fyrir þremur árum og síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. Allar vörurnar innihalda hágæða 100% náttúrulegt íslenskt kísilsteinefni í vökvaformi, tilbúið til inntöku en rannsóknir hafa sýnt fram á að kílsilefni er ekki bara sérlega heilnæmt fyrir líkamann heldur einfaldlega nauðsynlegt.

Steinefni verður að taka inn

Líkaminn okkar er fær um að framleiða sum vítamín sjálfur en hann er ekki fær um að framleiða steinefni. Þau verður að sækja úr náttúrunnni og þá er æskilegt að hráefnið sé eins gott og mögulegast er unnt. Kísilsteinefni geoSilica er unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísli úr hreinu íslensku vatni og inniheldur því engin aukaefni.

Kísill hefur oft verið kallaður hið gleymda næringarefni. Hann er þó eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir mikilvægu hlutverki í myndun og styrkingu bandvefjar. Bandvefur getur til dæmis verið beinvefur, sinar, liðbönd og húð.

Recover: Sérhannað til að draga úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega hreyfingu

Nýlega kom á markaðinn vara frá geoSilica sem þau kalla Recover en hún er sérhönnuð fyrir vöðva og taugakerfið.

GeoSilica

GeoSilica vörurnar fást í heilsuvörubúðum, öllum helstu apótekum, Nettó og öllum verslunum Hagkaupa.

Varan er einnig til sölu í vefverslun á heimasíðu geoSilica, geosilica.is.

Þar er jafnframt að finna ítarlegan og aðgengilegan fróðleik um vöruna.

Kísilsteinefni styrkir allan bandvef líkamans t.d. brjósk, sinar og liðbönd.

Þannig getur geoSilica Recover dregið úr tíðni meiðsla hjá íþróttafólki og þeim sem stunda reglulega hreyfingu.

GeoSilica Recover er jafnframt magnesíumbætt, en magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni sem dregur úr þreytu, gefur aukna orku og styður við eðlilega starfsemi taugakerfisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna

Blómstrar í fyrirtækjarekstri eftir atvinnumennskuna