Orðið sem við spáum í að þessu sinni er „mildi“. Fallegt íslenskt orð sem hægt er að nota í víðtæku samhengi.
Í fréttum heyrum við gjarna talað um að dómar séu mildaðir en orðið mildi tengist meðal annars kærleikanum.
Samheiti yfir þetta orð eru meðal annars manngæska, mennska og miskunn og oft er talað um að það sé guðs mildi að ekki hafi farið verr þegar óhapp á sér stað. Þá er hægt að lýsa veðri, bragði og fólki sem mildu en mildar manneskjur eru gjarna vingjarnlegar, jafnstilltar og rólegar í fasi.
ÍSLENSK ORÐABÓK
SAMHEITI
blíða, blíðleiki, blíðleikur, góðleikur, góðlyndi, kærleikur, linkind, líkn, manngæska, mennska, mildleikur, miskunn, miskunnsemi,mýkt, náð, umburðarlyndi, vægð, þýðleiki