fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Smjergosi, gleiðgosi, gárungi og glaumgosi

Orðabanki Birtu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birta veltir fyrir sér íslenskum orðum og merkingu þeirra.

Orð vikunnar er gosi en þetta skemmtilega orð á sér nokkuð margar merkingar sem tengjast ekki sögunni um litla brúðudrenginn sem skrökvaði of mikið.

Gosi, með margs konar forskeytum, er gamalt orð sem gjarna var notað um alvörulausa, léttúðuga og lausláta karlmenn. Til dæmis eru til gleiðgosar, en svo kallast oflátungar og spjátrungar sem setja sjálfa sig á stall og eru montnari en innistæða þykir fyrir, og svo smjergosar, sem eru oftast snoppufríðir og daðurgjarnir karlmenn. Gosi getur líka verið ólátabelgur og fjörkálfur, hálfgerður glanni og spraðabassi.

frama-gosi
gleið-gosi
hlaupa-gosi
kvenna-gosi
lausa-gosi
spila-gosi
veraldar-gosi
ævintýra-gosi
glaum-gosi

Úr íslensku orðabókinni

GOSI

galgopi, æringi; *spraðabassi

Samheiti

GALGOPI

afsakálfur, angurgapi, fjörkálfur, flaki, galapín, ganti, gáli, glanni, gleiðgosi, glæringi, gosi, grallari, loddari, ólátabelgur, órabelgur, skrípi, spaugari, spéfugl, spilagosi, spjátrungur, sprellikarl, *tuðrutjaldur, æringi

SPRAÐABASSI

spraðabassi, spraðibassi, spraðubassi, spraðurbassi
glaumgosi, gosi, spjátrungur, æringi

ÆRINGI

fjörkálfur, galgopi, gárungi, glanni, glæringi, gosi, skelmir, spilagosi, spraðabassi, sprellikarl, sprellukarl, strákur, ærslabelgur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér

Hljóp 5 kílómetra á hverjum degi í heilan mánuð – Var fljótur að sjá magnaða breytingu á sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“

Benedikt lenti í miklum vanda á karlakvöldi – „Aðrir við borðið voru farnir að stara á okkur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur