Helgarkokteillinn er í boði Birtu
William T. „Cocktail Bill“ Boothby var hann kallaður, fornfrægi barþjónninn sem gerði kokteilgarðinn frægan á Palace-hótelinu í San Fransisco snemma á síðustu öld. Þessi flinki „blöndungur“ (má ekki kalla barþjóna það?) bjó meðal annars til hinn heimsfræga drykk Manhattan og gaf út eftirsótta bók um blöndun kokteila, bók sem er svo gott sem ófáanleg í dag.
Í þessari útfærslu af Manhattan bætum við hins vegar smávegis af ísköldu kampavíni eða freyðivíni út í til að skapa einkar áfenga, en jafnframt elegant upplifun fyrir bragðlaukana.
• 1,5 búrbónviskí
• 1,5 sætur vermút
• tvær skvettur af Angostura bitter
• klaki
• 30 ml kampavín eða freyðivín, kalt
• Appelsínusneið eða börkur
Byrjaðu á að kæla kampavínsglösin. Hristu saman búrbón, vermút og bitter í kokteilhristara sem er hálffylltur með klaka. Hristu þar til hann hélast að utanverðu. Helltu blöndunni í kældu kampavínsglösin, toppaðu með kampa eða freyðivíni og skreyttu með appelsínu.
Svo er bara að njóta, í góðu hófi.