fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Bakstur er vísindi, eldamennska er list

Auður Ögn gefur lesendum Birtu girnilega uppskrift að snúð sem er borinn fram í pönnu

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 10. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snúða-panna

DEIG

1 bolli mjólk
15 g þurrger
2 msk. sykur
1 eggjarauða
300 g hveiti
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaðar kardimommur
1 tsk. vanilla

FYLLING

75 g smjör
90 g ljós púðursykur
1 tsk. vanilla
1 msk. kanill
Allt brætt saman í potti og kælt lítillega áður en því er smurt á deigið.

Hitið mjólkina þangað til hún nær ca 38 gráðum og sáldrið þurrgerinu yfir. Látið standa í 5 mínútur. Hrærið eggjarauðunni og sykrinum ásamt kardimommum og vanillu saman við. Bætið við hveiti og salti og hnoðið með deigkrók í hrærivél í 10 mínútur. Deigið er frekar klístrað og blautt, en það er nægilega vel hnoðað ef hægt er að teygja það milli fingra sér án þess að það rifni. Látið hefast í 15 mínútur. Þá er fyllingin gerð og kæld. Hitið ofninn í 180 gráður. Hellið deiginu á hveitistráð borð og fletjið út í ferhyrning sem er ca hálfs sentimetra þykkur. Smyrjið fyllingunni á deigið og skerið það í 5 sentimetra ræmur. Rúllið upp fyrstu ræmunni til að mynda miðjuna á snúðinum og komið henni fyrir í pottjárnspönnu sem smurð hefur verið með olíu. Restin af ræmunum er sett utan um miðjuna til að mynda þennan myndarlega snúð. Látið hefast í 1 klukkustund.

Bakið í ofni í 30-35 mínútur þangað til snúðurinn er gullinn. Kælið aðeins áður en glassúrinn er settur ofaná.
Þið getið notað ykkur eigin uppskrift af glassúr en sjálfri finnst mér best að nota vanillu-rjómaostaglassúr á svona snúða.

Glassúr

100 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
1 msk. sítrónusafi
1 tsk. möndludropar
Vanillustöng
Hrærið allt saman í þykkan glassúr og bætið innihaldinu úr einni vanillustöng saman við.

Auður Ögn opnar aðra kökusjoppu í Kringlunni og býður upp á að minnsta kosti sautján sortir.

Auður Ögn Árnadóttir er mörgum kunn sem einn helsti kökufagurkeri landsins. Hún hefur einstakt fegurðar- og bragðskyn sem hún deilir með kökuelskendum úr verslun sinni Sautján sortum sem hefur um nokkurt skeið verið starfandi úti á Granda.

Í þessum mánuði ætlar Auður að færa út kvíarnar og opna útibú í Kringlunni.
„Þetta er svona lítill, hálfgerður þríhyrningur sem ég fékk þarna beint á móti Hraðlestinni, hjá Útilífi og við stefnum á að opna núna um miðjan september,“ segir hún og bætir við að þótt staðsetningin sé góð þá sé plássið ekki nægilega mikið til að hægt verði að taka við sérpöntunum.
„Þetta eru bara svona fjörtíu fermetrar sem við höfum þarna en við gerum það besta úr því og bjóðum ekki minna en sautján sortir. Við verðum með gott úrval af tilbúnum tertum en svo verður líka hægt að kaupa kökur í sneiðum, kökur sem hægt er að taka með í kaffiboð, bollakökur, bitakökur og tart svo fátt eitt sé nefnt. Við festum okkur ekki endilega við ákveðnar tegundir, erum alltaf að prófa eitthvað nýtt og koma kökuelskendum á óvart með alls konar þótt það megi stóla á vinsælustu tegundirnar.“
Hvaðan kemur kökuástríðan hjá Auði Ögn? „Það má segja að hún hafi komið í kjölfarið á matarástríðunni sem hefur alltaf fylgt mér. Ég var samt rosalega lélegur bakari framan af, af því ég var svo vön því úr eldamennskunni að vera alltaf að slumpa, setja mitt mark á það sem ég var að elda.
Þetta virkar hins vegar ekki þegar þú ætlar að baka köku því bakstur er vísindi á meðan eldamennskan er list. Ég þurfti svolítið að aga sjálfa mig, lesa mér til um efnið og læra að fylgja uppskriftum áður en ég varð góður bakari,“ segir Auður en skýtur því svo inn að hún baki nú minnst sjálf í dag. „Ég nýt aðstoðar lærðra bakara og konditormeistara sem baka undir minni listrænu stjórn.“

Útlenskur pönnusnúður með íslensku ívafi

„Þennan snúð fann ég í einhverju vafri á netinu. Mér fannst hugmyndin bara svo góð, og flott að bera snúðinn fram í pönnu þannig að ég tók uppskriftina og heimfærði hana upp á íslenska snúðinn. Bætti við kardimommum, vanillu og mjólk sem var ekki í upprunalegu uppskriftinni.“
Er það fyrir hvern sem er að takast á við þennan snúð eða er þetta fyrir lengra komna?
„Nei, nei, það geta allir gert þetta. Ef þú hefur einhvern tíma bakað brauð eða notað ger þá getur þú alveg gert þennan snúð og hann er vel þess virði. Slær alveg í gegn í drekkutímanum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“