fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fókus

Hvað á að gera um helgina?

Skífuþeytingar, þrif, letidagur og mastersritgerð framundan

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 1. september 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari og plötusnúður

„Ég man ekki eftir neinum sérstökum plönum þessa helgi en ég hitti vinkonur mínar oft í kaffi eða drykk seinnipart föstudags, ekki síst þegar er pabbahelgi/vika.
Í kvöld, (föstudaginn 1. september) ætla ég reyndar að spila mitt mánaðarlega gigg á kaffi Vínyl sem dj Álfbeat og mun því líklega nýta seinnipartinn til að undirbúa mig fyrir það.
Ég spila frá klukkan átta til ellefu, sem er mjög passlegt fyrir 45 ára heimspekikennara sem vill helst ekki fara of seint að sofa. Ég spila annars seiðandi og taktfasta elektróníska tóna af ýmsum gerðum frá ýmsum tímabilum.
Laugardeginum verður að mestu eytt í hvíld og slökun. Ég þarf alltaf að passa að hvíla mig vel um helgar svo að ég hafi orku í kennsluvikuna. Mun líklega vera í náttfötunum allan daginn, horfa á eitthvað skemmtilegt, kela við unnustann og í mesta lagi labba yfir götuna í sundlaug Vesturbæjar. Líklega munum við svo elda okkur eitthvað gott saman um kvöldið.
Sunnudagurinn fer svo í þrif og undirbúning kennslunnar framundan. Líklegast mun ég svo vinna í mastersritgerðinni minni sem fjallar um mikilvægi siðfræðilegrar umræðu fyrir fagmennsku kennara.
Við þurfum nefnilega ánægða kennara svo þeir geti betur stuðlað að því að börnin okkar blómstri!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“

Hafþór birtir nýjar myndir sem hneyksla marga fylgjendur – „Þetta hefur gert þig 15 árum eldri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“

Hulda og Þorsteinn hjóla í Þorgrím Þráins – Kalla hann „risaeðlu“ og „forréttindafirrtan karl“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively

Varalesari afhjúpar hvað fór á milli Amy Schumer og Blake Lively
Fókus
Fyrir 3 dögum

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast

Algengustu kynlífsmeiðslin og hvaða stellingu skal forðast
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið

Rihanna missti sig þegar dómur var kveðinn upp í máli kærasta hennar – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“

Þórhildur glímdi við mígreni í nokkur ár og prófaði óhefðbundna aðferð – „Ég hef ekki fengið mígreni síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“