fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Kynning

Svona kemstu í frábært form: Einkaþjálfari gefur góð ráð

Meiri lyftingar þýða meiri brennsla

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver er besta leiðin til að komast í toppform? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra nú þegar sumarið nálgast með hverjum deginum sem líður. Dylan Rivier er ástralskur einkaþjálfari sem hefur mikla reynslu af því að aðstoða þá sem vilja auka vöðvastyrk sinn og fá vöðvastæltan líkama.

Í viðtali við Mail Online gefur hann lesendum góð ráð sem einkum er beint að konum þó ráðin gagnist einnig þeim körlum sem vilja komast í betra form. Margir falla í þá gryfju að eyða löngum stundum á hlaupabrettinu eða stigvélunum svokölluðu í líkamsræktarsölunum til að grennast. Þó að slík hreyfing sé mikilvæg og gagnleg dugar hún skammt þegar kemur að því að auka vöðvamassa.

Meiri lyftingar- meiri brennsla

Rivier bendir á að konur ættu að verja meiri tíma í lyftingar en svokallaðar brennsluæfingar á hlaupabretti eða stigvél. Hann segir að erfiðar lyftingaræfingar brenni hitaeiningum í lengri tíma eftir að æfingu er lokið en brennsluæfingar. Vöðvarnir þurfa að nota þá orku sem til er í líkamanum til að jafna sig, styrkjast og verða tilbúnir undir næstu átök.

„Einn stærsti misskilningurinn er þessi gamli hugsunarháttur að stelpur ættu ekki að lyfta því þá verði þær massaðar,“ segir hann. „En til þess þurfa þær að lyfta sex sinnum í viku og borða heilan helling af mat.“ Hann segir að svo virðist þó vera sem ákveðin vitundarvakning sé að eiga sér stað og sífellt fleiri leggi áherslu á lyftingar.

Gott að blanda saman

Til að taka af allan vafa segist Rivier alls ekki vera mótfallinn þolæfingum, þær séu einnig mikilvægar og gott sé að blanda saman styrktaræfingum og þolæfingum. „Við viljum halda þessum æfingum inni. En styrktaræfingar hjálpa þér frekar að móta líkamann, ef það er markmiðið.“

Þá segir Rivier að algjör óþarfi sé að verja lengri tíma en einni klukkustund á dag til að komast í frábært form. Það sé algengur misskilningur að fólk þurfi að koma sér upp sínu öðru heimili, eða því sem næst, í ræktinni til að ná árangri. Hann segir að 40 til 60 mínútur, þrisvar í viku, sé nóg fyrir flesta en einnig sé mikilvægt að huga að mataræðinu. Það sé lykilþáttur í þessu öllu saman.

Borði hreinan mat

Rivier mælir með að fólk borði hreinan mat, ekki unninn mat, og haldi sykurneyslu í algjöru lágmarki. „En á sama tíma þarf að tryggja að þú hafir næga orku til að fara á æfingu. Það er engin þörf á að skera á hitaeiningainntökuna að svo miklu marki að þú getir ekki stundað líkamsrækt.“ Loks mælir hann með því að fólk haldi matardagbók og fylgist vel með árangri sínum. Ef árangurinn lætur á sér standa þurfi að gera ákveðnar lagfæringar.

Hér er hægt að fylgjast með Dylan á Instagram. Hann er duglegur að birta kennslumyndbönd á síðu sinni þar sem hann sýnir hvernig á að gera ákveðnar æfingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni