Sara sem er ferðabloggari frá Kanada lenti í brasi hérlendis í febrúar síðastliðnum þegar hún fann ekki vegabréfið og var því neydd til að dvelja hérlendis í nokkra daga þar til vegabréfið fannst.
„Myndir þú trúa mér ef ég segði þér að ég væri bókstaflega glöð yfir að hafa týnt passanum mínum?“ segir Sara í einu af nokkrum myndböndum á TikTok þar sem hún segir frá Íslandsdvölinni og segist hún himinlifandi af týnt vegabréf hafi fært henni stórkostlegt ævintýri hérlendis.
@theholisticyoni Thank you for having me Iceland ♥️ you may be cold but you have the warmest people I have met from around the world 🌎 I will be coming back, you betcha! #iceland #traveltiktok #solotravel #femaletravel #fyp ♬ original sound – Sara | Solo Female Traveller✈️
Sara bókaði samdægurs flug frá Toronto í Kanada til Stanstead í Bretlandi, þegar hún millilenti á Keflavíkurflugvelli fann hún ekki vegabréfið sitt. Það hafði gleymst í flugvélinni og fannst ekki áður en vélin hélt áfram til Bretlands. Sara þurfi því að verða eftir á Íslandi í nokkra daga, þar til vegabréfið skilaði sér aftur til hennar.
@theholisticyoni as a Canadian, I thought I’d be colder because it’s so up north but it’s not!! Montreal is at -27 degrees Celsius right now and Iceland has a rain storm going on right now?? #iceland #traveltip #traveltiktok #travelstory #solotravel ♬ original sound – Sara | Solo Female Traveller✈️
Sara ákvað að gera gott úr þessum aðstæðum og skoða Ísland, land sem hún hafði engan hug á að ferðast til. Í nokkrum myndböndum segir íslenska karlmenn heillandi, smakkar pylsur og þakkar fyrir að hafa séð norðurljósin. Íslendinga segir hún hlýlegasta fólkið sem hún hefur kynnst.
„Ef ég hefði ekki misst af þessu flugi hefði ég aldrei slegið í gegn á íslenska TikTok. Ég hefði aldrei hitt þessa íslensku konu sem var yndislegasta manneskja í heimi. Ég hefði aldrei séð norðurljósin. Mér hefði aldrei dottið í hug að setja Ísland á lista yfir staði sem mig langaði að heimsækja. Ég hefði aldrei sett það á fötu-listann minn – því ég vissi bara ekki hversu fallegt landið er. Ég hefði aldrei prófað skrítnustu pylsur sem ég hef smakkað. Ég hefði aldrei samið um mitt fyrsta samfélagsmiðlasamstarf við veitingastað. Og svo margt fleira. Allt gerist af ástæðu. Takk Ísland, fyrir að taka á móti mér. Þótt þú sért kalt land áttu hlýlegasta fólk sem ég hef hitt. Ég kem aftur – þú getur treyst því.“
@theholisticyoni Current update of my last TikTok.. #iceland #solotravel #traveltok #femaletravel #backpacker #travelstory ♬ original sound – Sara | Solo Female Traveller✈️
@theholisticyoni Thank you for having me @BæjarinsBeztuPylsur 🌭😜 #ad Check out their two locations; Laugavegur 116 105 Reykjavík Iceland & Tryggvagata 1 101 Reykjavík Iceland #iceland #icelandadventure #icelandic #icelandtravel #hotdogs #traveltiktok #solotravel ♬ Passion fruit drake full song – harmoniamusiq