fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Fókus
Miðvikudaginn 9. apríl 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins er enn og aftur mættur í dómsal í Bretlandi, en hann freistar þess enn að fá viðurkenndan rétt sinn á konunglegri öryggisgæslu. Að þessu sinni heldur hann því fram að breska ríkið hafi komið fram með ósanngjörnum hætti þegar öryggisgæsla hans var skorin hressilega niður eftir að hann ákvað að segja sig frá konunglegum skyldum sínum.

Harry segist nauðsynlega þurfa öryggisgæslu á vegum ríkisins fyrir sig, eiginkonu sína Meghan Markle og börn þeirra tvö, þegar fjölskyldan heimsækir Bretland. Það liggi fyrir að þó að hann sinni ekki konunglegum skyldum þá sé hann enn hluti af konungsfjölskyldunni og því gætu óvinir krúnunnar reynt að ræna honum eða fjölskyldu hans eða skaða hana með öðrum hætti.

Þegar Harry mætti í dómsal í gær fékk hann spurningu frá blaðamanni sem breskir miðlar segja að hafi verið frekar vandræðaleg. „Ertu búin að tala við pabba þinn?“

Eins og flestir vita þá andar költu á milli Karls Bretakonungs og yngri sonar hans eftir að sá síðarnefndi fór ófögrum orðum um stjúpmóður sína, Camillu drottningu, í ævisögu sinni Spare. Auk þess er Karl sem stendur í opinberri heimsókn á Ítalíu. Sumir gætu haldið því fram að það sé engin tilviljun að Karl hafi bókað þessa ferð á einmitt þessum tíma, svo hann þurfi ekki að hitta son sinn og hafi trúverðuga afsökun fyrir því. Aðrir gætu á sama tíma bent á að það sé ekki víst að Karl og Harry séu miklir óvinir, en það eru Harry og eldri bróðir hans, Vilhjálmur prins, hins vegar en krónprinsinn mun hafa fengið sig fullsaddan af bróður sínum eftir að hann hefur ítrekað stigið fram til að viðra einkamál fjölskyldunnar.

Breska ríkið hefur ítrekað hafnað kröfum Harry um að hann fái, þegar hann er staddur á Bretlandi, sömu öryggisgæslu og ef hann væri starfandi meðlimur konungsfjölskyldunnar. Ríkið tekur fram að Harry býr nú erlendis og gegni engum opinberum skyldum. Þar geti hann ekki krafist þess að skattpeningum sé varið í öryggisgæslu á pari við þá sem starfandi meðlimir fjölskyldu hans njóta. Öryggisgæslan sem Harry fer fram á er á vegum bresku lögreglunnar. Það er þó ekkert sem kemur í veg fyrir að Harry hreinlega kaupi sér öryggisgæslu, en það yrði þó ekki á vegum lögreglunnar.

Harry heldur því fram að það sé ekki hægt að halda því fram að hann hafi sjálfviljugur sagt sig frá skyldum sínum, hann hafi neyðst til að gera það til að vernda fjölskyldu sína.

Breska ríkið tekur fram að ákvörðun Harry hafi verið mjög óvenjuleg, en það sé kannski óvenjulegra að prinsinn virðist ekki átta sig á stöðu sinni. Hann hafi ekki verið sviptur öryggisgæslu með öllu heldur er umfang hennar ákveðið eftir atvikum enda býr prinsinn ekki í Bretlandi heldur kemur við og við í stuttar heimsóknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni

David Beckham viðurkennir að þetta fer oft í taugarnar á fjölskyldunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“