Hann ræddi um málið á dögunum á pallborði fyrir nýja bætiefnafyrirtæki sitt, IM8. Hann sagði að áráttu- og þráhyggjuröskun hans fari stundum í taugarnar á fjölskyldunni hans.
„Ég er mjög skipulagður, svo mikið að það verður smá þreytandi því ég er það skipulagður,“ sagði hann.
„Það fer í taugarnar á eiginkonu minni, af og til, og líka krökkunum mínum.“
Hann sagðist þó reglulega minna Victoriu og börnin þeirra fjögur að „án pabba væri drasl og ekkert væri skipulagt og þau myndu gleyma hinu og þessu.“
Beckham hefur áður rætt um baráttu sína við áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD). Fyrst árið 2006 en aftur í heimildarmyndinni Beckham á Netflix árið 2023.
„Ég þarf að hafa allt í beinni línu eða allt þarf að vera í pörum,“ sagði hann.