fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Þorsteinn skýtur kaldhæðnislega á Snorra – „Snorri Másson hefur rétt fyrir sér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 09:59

Þorsteinn V. Einarsson og Snorri Másson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður Karlmennskunnar á samfélagsmiðlum, blandar sér inn í umræðuna um kynjafræði og umdeildu ummæli Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins.

Í síðustu viku hélt Snorri ræðu á þingi og gagnrýndi framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028 sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mælti fyrir.

„Þótt gríðarlegum árangri hafi verið náð eru margar áskoranir sem bíða þess að vera leystar. Þar má nefna kynbundið ofbeldi sem er svartur blettur á okkar samfélagi. Heimilisofbeldi er allt of algengt. Einnig má nefna að ein stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir launajafnrétti hér á landi felst í kynskiptum vinnumarkaði og vanmati hefðbundinna kvennastarfa í samanburði við hefðbundin karlastörf. Þá er enn mikil vinna eftir til að sporna gegn kynbundnu áreitni og ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Þorbjörg.

Snorri gagnrýndi framkvæmdaáætlunina harðlega og kynjafræði sem fræðigrein.

@snorrimassonÞið sem hélduð að woke-ið myndi skána… Ég kynni til leiks: Viðreisn! 😍♬ Aleph Gesaffelstein – SoundVisualized

Alla ræðu Snorra má horfa á hér.

Segir kynjafræðina pólitíska

Ræða Snorra vakti hörð viðbrögð. María Hjálmtýsdóttir, aðalritari Félags kynjafræðikennara, sagði Snorra fara með rangfærslur og hræðsluáróður um kynjafræðikennslu í skólum landsins.

„Ræðan minnir um margt á þá brælu sem Bandaríkjaforseti og hans lið básúna yfir heimsbyggðina þessa dagana en þar er hatrið orðið svo mikið að jafnvel hörðustu nöglum stendur ekki á sama,“ sagði hún í færslu á Facebook.

Snorri mætti í kjölfarið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni til að ræða um gagnrýnina. Hann sagðist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð og eftir umrædda ræðu. Hann sagði einnig kynjafræði vera pólitíska í eðli sínu en það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu,“ sagði hann.

Segir Snorra hafa rétt fyrir sér

Þorsteinn er menntaður kynjafræðingur og kynjafræðikennari við Menntaskólann í Kópavogi. Hann segir Snorra hafa rétt fyrir sér.

„Snorri Másson hefur rétt fyrir sér,“ byrjar hann pistil samfélagsmiðlum Karlmennskunnar. Fyrsta yfirlýsingin gæti komið mörgum á óvart þar sem Þorsteinn og Snorri hafa iðulega verið ósammála. En Þorsteinn útskýrir nánar:

„Snorri Másson hefur rétt fyrir sér: Kynjafræði eru pólitísk fræði. Reyndar hef ég hvergi rekist á neinn halda öðru fram. Ástæða þessarar áréttunar Snorra þjónar auðvitað allt öðrum tilgangi en að dýpka fræðilega og gagnrýna umræðu. Orðræða hans er trumpískur áróður til að grafa undan kynjafræði og menntun sem honum þóknast ekki.“

Þorsteinn segir Snorra vita að mennt er máttur. „Besta leiðin til að draga úr mætti jafnréttisaðgerða er auðvitað að ráðast á stoðirnar, menntunina og rannsóknirnar. Gera kynjafræðinga og fræðigreinina tortryggilega og þar með máttvana. Þá verður auðveldara fyrir fasíska og forrétindafirrta hugmyndafræði Miðflokksins að dreifa úr sér.“

Þorsteinn bendir meðal annars á pistil Semu Erlu um málið á Facebook.

„Inga Bjarna og Karen Kjartans bentu á í aðskildum færslum á Facebook að það er engin fræðigrein laus við pólitík. Það er ekkert sem er algjörlega laust við hlutdrægni. Allt litast af tilteknu sjónarhorni og samhengi sem hefur áhrif á fólk. Pólitískt,“ segir Þorsteinn.

Tilkarlar

„Karlar telja sig oft handhafa hins hlutlausa sjónarhorns og veigra sér ekki við að viðra alls konar skoðanir án þess að hafa fyrir þeim nema sandkorn af þekkingu. Það er svo sem ekkert bara við þessa karla að sakast, þótt óskandi væri að sumir færu varlegar með áhrifamátt sinn. Karllæga gildismatið nærir karllægt sjálfstraust sem skapar tilkarla í hrönnum. Tilkarla sem tjá sig um kulnun, kynjafræði, fólk á flótta, trans, karlmennsku, líðan barna og hin ýmsu samfélagsmál,“ segir Þorsteinn.

Tilkarlar er tiltölulega nýtt hugtak og er notað fyrir karlmenn sem finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar.

„Ef karlar, og sumar anti-woke konur, myndu einlæglega hlusta, þá gætu þau heyrt að femínismi, kynjafræðingar og konur eru ekki að vega að körlum. Það er ekki verið að grafa undan „eðli“ karla og drengja, woke vegur ekki að tjáningarfrelsi og engin innræting eða heilaþvottur á sér stað í kynjafræði,“ segir Þorsteinn og bætir við að „tilkarlar og anti-woke-istar“ geta andað rólega.

„Það er engin yfirtaka eða árás í gangi – nema sú sem þeir sjálfir standa fyrir.“

Hann segir að það eru þeir sem tortryggja rannsóknir, afbaka hugtök og umræðu og slá ryki í augu almennings. „Það eru þeir sem grafa undan […] lýðræðinu.“

Þorsteinn segir að á meðan kynjafræðin og „woke-liðið“ reynir að opna augu fólks reyni tilkarlar og „menn eins og Snorri“ að gera allt til að halda þeim lokuðum.

Allan pistil Þorsteins má lesa hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram

Móðir „kynlífsóðustu konu Ástralíu“ stígur fram
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“