fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Ert þú með frestunaráráttu? Þá þarftu að lesa þetta

Fókus
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 13:06

Ragga Nagli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, ræðir um frestunaráráttu og hvað veldur henni í nýjum pistli á Facebook.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Kannast þú við þetta? Þú átt að byrja á verkefni í vinnunni en í staðinn skrollarðu endalaust á samfélagsmiðlum. Þú átt að vera að læra fyrir próf en ferð í gegnum fataskápinn í staðinn, eða þú ætlar í ræktina en endar með að fara ekki því þú þurftir að gera svo margt annað. Ragnhildur segir frestunaráráttuna þarna að verki.

„Af hverju frestum við verkefnum sem okkur þykja flókin eða leiðinleg fram í rauðan dauðann? Af hverju verður heilinn í okkur eins og gullfiskur með átta sekúndna minnisspönn þegar við eigum að byrja á einhverju? Stundum frjósum við því taugakerfið er að vernda þig fyrir þessum yfirþyrmandi tilfinningum að hafa ekki þekkingu eða hæfileika til að leysa verkefnið,“ segir hún og tekur fram að frestunarárátta er ekki leti, ekki heimska eða skortur á hæfileikum.

„Frestunarárátta dúllar sér í möndlunni í heilanum sem er sama heilastöð sem ferlar ótta og hræðslu. Frestunarárátta á nefnilega rætur í allskonar, bæði hræðslu, ótta og kvíða sem og lágu sjálfsmati og athyglisbresti.

Hræðsla við að gera sig að fífli. Ótti við að mistakast og staðfesta þannig eigin kenningar um að vera lúser og landeyða.

Hræðsla við að valda einhverjum vonbrigðum með að gera hlutina ekki nógu vel.

Finnast þú ekki hafa nægilega þekkingu til að geta byrjað á verkefninu og hugsanirnar eru allar í flækju í gráa efninu.

Fullkomnunarárátta lamar útlimina, því hræðslan við að standa ekki undir eigin kröfum eða ímynduðum kröfum náungans.“

Fólk með ADHD

Ragnhildur segir að þó fullkomnunarárátta geti verið hjálpleg að gera hlutina vel þá geti hún einnig verið hamlandi.

„Slíkar neikvæðar tilfinningar auka streitu og geta valdið kvíða og frestunaráráttu því við þorum ekki að takast á við verkefni nema gera það 100% vel,“ segir hún.

„Þegar sjálfstraustið er niðri í kjallara og trúin á sjálfan sig er í frostmarki þá tekur frestunaráráttan öll völd þegar hausinn gargar á þig að þú munir ekki geta þetta frekar en nokkuð annað.“

Ragnhildur segir þetta oft erfitt fyrir fólk með ADHD, þegar heilinn vill hoppa úr einu verkefni í annað.

„Athyglisbresturinn tekur yfir og allar truflanir eiga greiðan aðgang að framheilanum til að komast út úr þessu óþægilega ástandi að skilja ekki, vita ekki, kunna ekki.“

Breyta mynstrinu

En þetta er ekki alveg vonlaust, það er hægt að vinna gegn þessu að sögn Ragnhildar.

„Þegar þú áttar þig á hvar þín frestunarárátta á sínar rætur geturðu byrjað að vinna í að breyta mynstrinu,“ segir hún.

„Þegar þú hættir að berja þig niður fyrir að fresta hlutunum þá minnkar samviskubitið sem lamar okkur enn frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“