fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Pilturinn á frægri ljósmynd stígur fram og lýsir sinni hlið

Fókus
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Bretinn Patrick Ritchie hafi orðið heimsfrægur á einni nóttu þegar ljósmynd af honum að spjalla við vinkonu sína á næturklúbbi í Skotlandi fór í dreifingu.

Myndin, eða jarmið (e. meme) flaug um netheima þar sem fólk kepptist við að leggja Patrick orð í munn á sama tíma og vinkona hans horfði tómleg til augnanna beint fram. Varð myndin að einskonar tákngerving þess þegar karlar „hrútskýra“ fyrir konum.

Vísar hugtakið til þess þegar karlmaður útskýrir hluti fyrir konu á yfirlætislegan og kannski lítillækkandi máta, til dæmis hluti sem konan veit þó meira um en karlmaðurinn.

En í samtali við Daily Mail segir Ritchie að líklega hafi ekkert slíkt átt sér stað þetta örlagaríka kvöld árið 2018. Stúlkan á myndinni er góð vinkona hans og skólafélagi, Lucia Gorman, og segir Patrick, sem nú er 24 ára, að þau hafi talað mikið saman þetta kvöld.

Sannleikurinn sé samt sá að hann man hreinlega ekkert hvað hann sagði við hana.

„Við vorum á barnum og í stórum hópi og ég hef örugglega talað við hana 10-15 sinnum þetta kvöld. Ég man ekkert hvað ég sagði við hana svo þetta hlýtur að hafa verið skemmtilegt kvöld.“

Hann segir að myndin hafi ekki haft nein áhrif á hann og hún hafi aldrei verið honum til ama.

„Ég hef bara hlegið að þessu. Það var dálítið klikkað hvað þetta sprakk út,“ segir hann. Hann segist enn hitta Luciu reglulega og þau hafi bæðið gaman að myndinni.

Lucia ræddi einnig málið við Daily Mail á dögunum þar sem hún sagðist ekki muna nákvæmlega hvað vinur hennar sagði við hana. Hún man þó að á þeim tímapunkti þegar myndin var tekin hafi hún viljað fara heim. Hún þvertekur fyrir að myndin hafi verið sviðsett.

„Hún lítur kannski þannig út en var það alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hvernig mér tókst að gera þennan svip,“ sagði hún.

Dæmi um hvernig myndin hefur verið notuð:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“