fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Fókus

Fólkið á bak við Adolescence ætlar að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar

Fókus
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framleiðendur Netflix-þáttanna Adolescence, sem slegið hafa í gegn síðustu vikur, eru sagðir ætla að endurgera eina óhugnanlegustu bíómynd sögunnar.

Um er að ræða BBC-sjónvarpsmyndina Threads sem kom út árið 1984. Myndin varpar ljósi á það hvernig venjulegt líf fólks í ensku borginni Sheffield breytist þegar kjarnorkuárás er gerð á Bretland í kjölfar ófriðar á milli aðildarríkja NATO og Sovétríkjanna.

Myndin hlaut mikið umtal á sínum tíma enda þótti hún varpa raunsærri mynd á þær skelfilegu afleiðingar sem kjarnorkustyrjöld hefði í för með sér. Er í myndinni til dæmis varpað ljósi á matarskort, hrunið heilbrigðiskerfi og niðurbrot siðmenningar.

BBC sem framleiddi myndina fékk fjölda kvartana frá áhorfendum sem margir hverjir áttu erfitt með svefn eftir að hafa setið límdir við skjáinn.

Í frétt Daily Star segir að fyrirtækið Warp Films, sem er einmitt í Sheffield, sé með endurgerð á Threads á teikniborðinu. Fyrirtækið vann að framleiðslu Adolescence-þáttanna ásamt fyrirtækjunum Plan B, sem er í eigu Brad Pitt, og Matriarch Productions.

Mark Herbert, framkvæmdastjóri Warp Films, segir að fyrirtækið vilji taka að sér verkefni sem sendi skýr skilaboð út í þjóðfélagið. Ekkert verkefni sé betur til þess fallið en endurgerð á Threads sem eins og fyrr segir kom út fyrir rúmum 40 árum.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir, svo sem hvenær tökur á verkefninu hefjast eða hvenær má vænta þess að sjá afraksturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag

Söngvarinn hefur misst meira en 80 kíló – Sjáðu hann í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu

Setja upp Shrek í Borgarleikhúsinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni

Harry Bretaprins aftur mættur í dómsal í Bretlandi og fékk neyðarlega spurningu frá blaðamanni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“

Æskuvinkona Bryndísar Klöru stígur fram – „Þá hringir síminn og heimurinn eins og ég þekki hann hrynur“