fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Misbauð myndband áhrifavalds sem sakaði karlmann um áreiti – „Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega“

Fókus
Mánudaginn 7. apríl 2025 12:41

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur fékk að heyra það eftir að hún birti myndband af ókunnugum karlmanni í ræktinni og sagði hann aðeins hafa verið þarna til að góna á hana. Netverjar áttu erfitt með að standa með konunni þar sem maðurinn virtist gefa henni engan gaum og leit ekki einu sinni í áttina til hennar.

Málið vakti enn meiri athygli þegar bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll blandaði sér í málið. Joey er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með yfir 7,9 milljónir fylgjenda á TikTok og 4,7 milljónir á Instagram.

„Er það bara ég eða líður öðrum óþægilega þegar karlmaður er augljóslega ekki í ræktinni til að hreyfa sig, heldur er bara þarna til að horfa á stelpur og rymja á meðan hann lyftir 5 kg lóðum,“ sagði konan sem birti upphaflega myndbandið. Hún sagði síðan um manninn á bak við hana. „Ég meina, ertu í alvöru að gera litlar kviðæfingar á meðan þú ert í símanum? Eða er það bara ég?“

Í myndbandinu má sjá konuna vera að gera rassaspörk á teygjusvæðinu þegar maður kemur á sama svæði, hann er að tala í símann og byrjar að gera kviðæfingar. Horfðu á það hér að neðan.

@thejoeyswoll This narcissism needs to STOP! That man is NOT a gym creep and you are NOT a victim. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll

Myndbandið féll ekki í kramið hjá netverjum sem bentu konunni á að maðurinn hafi ekki horft í áttina til hennar. En það var Joey Swoll sem tók það að sér að láta hana heyra það.

„Svo það sé á hreinu, þér líður óþægilega þó þessi maður reyndi ekkert að tala við þig, hann reyndi ekki við þig, hann var ekki nálægt þér. Hann meira að segja horfði ekki einu sinni á þig,“ segir Joey.

„Ef eitthvað er, þá ætti þessum manni að líða óþægilega, því þú varst að taka hann upp.“

Joey segir að sé raunverulegt vandamál að konur þurfi að þola áreiti á líkamsræktarstöðvum um allan heim, en að svona myndbönd dragi úr alvarleika málsins.

Hann beinir síðan orðum sínum að áhrifavaldinum: „Gerðu betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi