fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fókus

Eltihrellirinn er kona sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá – „Ég óttast hversu langt hún er tilbúin að ganga“

Fókus
Mánudaginn 7. apríl 2025 14:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona leitar aðstoðar en hún er að glíma við alvarlegt vandamál. Kona, sem fyrrverandi kærasti hennar svaf hjá, er að hrella hana og hættir ekki.

Konan skrifaði bréf til sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, og óskaði eftir ráðum. Hún útskýrði málið.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég næ ekki að losna við hana. Ég er 36 ára og hún er 29 ára. Hún hefur verið að gera mér lífið leitt síðan ég kynntist fyrrverandi kærasta mínum fyrir tveimur árum. Þau sváfu saman nokkrum sinnum nokkrum mánuðum áður en ég og fyrrverandi kærasti minn kynntumst.

Ég hélt í fyrstu að hún væri bara í uppnámi að hann hafi byrjað með mér. Hún sendi mér ljót skilaboð og mætti heim til hans þegar ég var þar. Ég bjóst við því að með tímanum myndi þetta hætta, en þetta stigmagnaðist frekar,“ segir hún.

„Hún byrjaði að senda vinkonum mínum skilaboð með alls konar lygum um mig, hún sagði ógeðslega hluti um mig á netinu. Hún mætti jafnvel í vinnuna mína.

Ég bað hana nokkrum sinnum, rólega, um að hætta. En það var eins og að hella olíu á eldinn.“

Konan segir að fyrrverandi kærasti hennar hafi aldrei tekið málinu alvarlega. „Honum fannst hún alveg meinlaus, enda var hún ekki að áreita hann,“ segir hún.

„Ég hélt að þessu myndi öllu ljúka þegar við hættum saman fyrir átta mánuðum, og það gerði það í smá tíma. En síðan sá ég að nýi gaurinn sem ég er að deita var að tala við hana á bak við mig.

Hún hafði fundið hann á samfélagsmiðlum eftir að ég birti mynd af mér með honum, ég trúi þessu ekki.“

Síðan byrjaði þetta allt aftur. „Ég sé hana reglulega í hverfinu mínu og ég veit að hún hefur verið að búa til gervisíður á samfélagsmiðlum til að áreita mig. Hún er harðákveðin að eyðileggja líf mitt og ég óttast hversu langt hún er tilbúin að fara.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þetta er grafalvarlegt. Ef þessi kona lætur þig ekki vera, þrátt fyrir óskir þínar, þá er kominn tími til að taka þessu alvarlega og tilkynna hana til lögreglu. Annars gæti þetta stigmagnast frekar.

Ef þú getur, byrjaðu að skrá hjá þér þau skipti sem hún hefur áreitt þig og áreitir þig, ef hún heldur áfram. Það hjálpar lögreglunni að hafa tímalínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun

Starfsmenn Hallgrímskirkju ráku upp stór augu í morgun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi

Jón Jónsson lifandi gína á Laugavegi