fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fókus

Var 25 ára þegar hún ákvað að læra kokkinn og endaði sem einn fremsti matreiðslumaður landsins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 5. apríl 2025 09:00

Snædís Xyza hefur verið einn fremsti kokkur landsins um árabil. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir er margverðlaunaður matreiðslumeistari en það var ekki alltaf planið. Hún var 25 ára þegar hún ákvað að læra kokkinn og sýndi fljótt mikla hæfileika.

Hún fer yfir upphaf ferilsins og tímann með kokkalandsliðinu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér að neðan.

video
play-sharp-fill

Snædís hafði lært ung að elda og byrjaði að vinna sem þjónn á sushi veitingastað á Akureyri. Hún segir atvik þar sem viðskiptavinur öskraði á hana hafi orðið til þess að hún hafi beðið um að fá að aðstoða í eldhúsinu, þar fann hún strax að þar leið henni vel.

„Að labba inn í eldhús, ég þarf ekki að hugsa. Það fer allt annað,“ segir hún.

Snædís Xyza hefur hlotið viðurkenningar fyrir störf sín.

Hún flutti suður til að hefja nám við tækniskólann og vantaði aukavinnu með skóla. Hún byrjaði að vinna í eldhúsinu hjá Sushi Social. Hún var hvött til að læra kokkinn en hún hafði ekki áhuga, þar til hún stóð á tímamótum.

„Ég held þetta hafi verið ákveðin tímamót. Ég fór til Filippseyja ásamt vinum mínum að hitta pabba í fyrsta skipti,“ segir hún.

Ákveðin að komast í kokkalandsliðið

 

Þegar hún var úti ákvað hún að skrá sig í kokkanám þegar hún kæmi heim. Hún ákvað að hún ætlaði líka að komast kokkalandsliðið en viðurkennir að á þeim tíma hafi hún ekki vitað hvernig það allt virkaði, hana langaði bara að komast í liðið.

Snædís Xyza hefur verið í kokkalandsliðinu í tæpan áratug.

Með þennan ótrúlega drifkraft og hæfileika komst hún í landsliðið, meira að segja áður en hún útskrifaðist og var þess vegna titluð sem yfiraðstoðarmaður. Árið 2016 fór hún út með kokkalandsliðinu að keppa á Ólympíuleikunum. Hún varð síðar fyrirliði og fór með hópnum á heimseistaramótið 2018 og kom liðinu á verðlaunapall á Ólympíuleikunum árið 2020.

Í febrúar í fyrra hreppti liðið aftur brons á Ólympíuleikunum, þá með Snædísi sem þjálfara. Hún er spennt fyrir næstu stóru keppni, heimsmeistaramótinu árið 2026.

Framtíðin björt hjá Snædísi.

Í dag starfar Snædís sem yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar og hefur hlotið ótal viðurkenningar fyrir störf sín. Í júní í fyrra var hún sæmd Cordon Blue orðunni.

Sjá einnig: Snædís Xyza: „Ég var alltaf hrædd að koma heim“

Hún ræðir nánar um allt kokkaævintýrið í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus þar sem Snædís opnar sig einnig um erfiða æsku sem einkenndist af ofbeldi af hálfu móður hennar. Hún segir frá reynslu sinni af fósturkerfinu en hún var send á heimili þar sem hún varð fyrir frekara ofbeldi.

Það er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Snædísi á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?

Harmsaga vinsælustu klámstjörnu Pornhub – Hvar er Lana Rhoades í dag?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?

Næsta stóra kynlífsáskorun Bonnie Blue – Er þetta líkamlega hægt?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steldu stílnum af forsætisráðherra

Steldu stílnum af forsætisráðherra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi

Áslaug er ein þeirra sem komst heil frá borði – Segir karlmenn mæta meiri skilningi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kanye West verður æ furðulegri – Klæddur KKK-kufli segist hann ekki hafa viljað börn með Kim Kardashian 

Kanye West verður æ furðulegri – Klæddur KKK-kufli segist hann ekki hafa viljað börn með Kim Kardashian 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna

Móðir fann fyrir óhug þegar hún horfði á vinsælu þáttaröðina – Sonur hennar hafði dottið ofan í sömu holuna
Hide picture