Selena er trúlofuð tónlistarframleiðandanum Benny Blanco og var parið að gefa út nýja plötu saman.
Þau trúlofuðust í desember 2024 og tilkynnti Selena gleðifréttirnar á Instagram.
Justin Bieber birti eftirfarandi mynd, eða jarm, í Story.
Netverjar ræddu um jarmið og merkinguna á bak við það á X, áður Twitter.
„Hversu vandræðalegt, höfum það í huga að allt hefur verið á niðurleið hjá honum eftir að Selena trúlofaðist,“ sagði einn.
„Hann er svo barnalegur, hann er faðir! Það er næstum áratugur liðinn, hvenær mun hann jafna sig á þessu,“ sagði annar.