Natalía byrjaði daginn sinn með göngu á ströndinni. „Mér finnst geggjað að byrja daginn rólega, taka smá göngutúr og drekka vatn.“
Sjá einnig: Lítt þekkt ættartengsl: Systurnar gera það gott úti í heimi
Natalía sýndi frá líkamsræktarstöðinni þar sem hún vinnur og er útsýnið vægast sagt stórkostlegt.
Eftir vinnu tók hún æfingu með kærastanum sínum, en hún er að fara að taka þátt í næstu Hyrox keppni eftir rúmlega viku. Hún fór síðan á fund og fór parið síðan í verslunarmiðstöð til að kaupa í matinn.
Natalía sýndi einnig frá fallegum garði. „Fyrir ykkur sem haldið að Dúbaí sé bara einhver eyðimörk, þá sjáið þetta. Það er ógeðslega mikið af flottum görðum og alls konar svæðum sem eru mjög græn.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@nataliagunnlaugs Day in my life sem einkaþjálfari í Dubai🇦🇪🏋️♀️☀️🌴🏖️ #fyrirþig #fyrirþigsíða #tiktokísland #íslensktiktok #fyp ♬ original sound – Natalía Gunnlaugs