„Mitt ADHD í hnotskurn. Lúður úr 100 árs gömlum rabbarbara stelk sem var gjöf frá meistara Páli á Húsafelli, eldgömul viðurkenning útaf DVD sölu, barnastóll sem ég náði að festa en get ómögulega losað. Og hvaðan kemur þessu mold, kynni einhver að spyrja. Það man ég ekki,“ sagði hann.
Færsluna birti Jón Gnarr fyrir um hálftíma síðan en hafa nú þegar um 160 manns líkað við hana. Ljóst er að margir hafa gaman að þingmanninum og sumir tengja við ástandið í bílnum.