fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Fókus
Þriðjudaginn 29. apríl 2025 10:22

Tvíburarnir með Hefner árið 2009 að halda upp á 83 ára afmæli hans. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar tvíburasysturnar Kristina og Karissa Shannon voru 18 ára hittu þær Hugh Hefner, eiganda Playboy, í fyrsta sinn. Skömmu síðar hófst áralöng martröð þeirra systra.

Systurnar tóku þátt í keppni þar sem þær voru valdar til að sitja fyrir á hinu fræga dagatali Playboy. Í kjölfarið bauð Hefner þeim í þá frægu, nú alræmdu, Playboy-höllina.

Árið 2022 stigu þær fram og lýstu kynferðisofbeldinu sem þær sögðu Hefner hafa beitt þær á nítján ára afmælisdaginn þeirra.

„Fyrst ýtti hann höfði okkar virkilega fast niður að lim sínum svo við neyddumst til að veita honum munngælur,“ sagði Karissa og systir hennar, Kristina, bætti við: „Við höfðum aldrei farið í trekant áður saman og langaði ekki til þess. Reyndu svo að ímynda hvernig skjálfandi og gömul hönd hans snertir brjóstið þitt. Þetta er eins og að stunda kynlíf með afa sínum.“

Tvíburarnir þá og nú í viðtali hjá People.

Systurnar, sem eru 35 ára í dag, hafa síðustu ár haldið sig frá sviðsljósinu en segja frá upplifun sinni og árunum eftir að þær yfirgáfu Playboy-höllina í nýju viðtali hjá People.

Þær sögðu að tíminn með Hugh Hefner hafi markað djúp spor. „Þetta alveg eyðilagði okkur,“ sagði Karissa. Hún sagði einnig að þetta hafi reynt á trú þeirra, en þær eru báðar kristnar.

„Trú okkar á Jesús varð stórt vandamál, og að tapa því var mikið áfall.“

Systurnar rifja upp þegar þær ákváðu að flytja úr höllinni. „Við vissum ekki hvert við ættum að fara, þannig við ákváðum að yfirgefa Los Angeles og fara aftur á æskuslóðir. Við seldum snyrtistofuna sem við áttum á þeim tíma og sögðum: „Drullum okkur héðan og lifum einföldu lífi. Byrjum að ná bata.““

Mynd/Getty Images

Þær fluttu fyrst til Las Vegas en síðan til Ann Arbor í Michigan, til að „finna út hver við erum og bara vera sjálfselskar, reyna að lifa eðlilega.“

„Mér líður eins og að við byrjuðum loksins að þroskast. Við erum ennþá skemmtilegu tvíburarnir sem voru í Playboy, en við hugsum um aðra hluti núna. Við borðum lífrænt, allt sem við borðum er lífrænt,“ sögðu þær.

„Playboy mun alltaf vera hluti af okkar lífi. Við vorum aðdáendur Playboy og erum það ennþá. Þó þetta var mikið áfall fyrir okkur, þá voru líka góðir tímar inn á milli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja

Stefán Einar og Sara Lind hafa ákveðið að skilja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði

Telur að Justin Bieber sé fastur í sértrúarsöfnuði