Eva giftist kokkinum Ian Hock fyrir tæplega ári síðan, mikill gleðidagur og deildi hún myndum á samfélagsmiðlum. En sumir höfðu eitthvað neikvætt að segja og sögðu brúðkaupskjól hennar vera „of fleginn.“ Eva, 40 ára, birti þá nærmynd af brjóstunum sínum og sagði að fólk gæti bara tekið skjáskot.
Nú er ár liðið og ákvað Eva að láta gamlan draum rætast, en hún sagði í færslu á Instagram að hana hafði langað að gangast undir brjóstaminnkun í mörg ár.
Hún viðurkenndi að það hafi verið stórt stökk að fara í aðgerðina en hún sé mjög ánægð með útkomuna. Nú standi yfir langt bataferli en hún er hamingjusöm með ákvörðunina.
„Ég er að gera eitthvað sem mig hefur langað að gera í 20 ár,“ sagði hún á sínum tíma.
Eva deildi því sem hún hefur lært í bataferlinu. Eins og að Stanley-brúsi er of þungur til að drekka úr á þessum tíma, hún fer út að ganga og borðar hollt til að flýta fyrir góðum bata og á erfitt með að hvíla sig án þess að fá samviskubit.
Ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan, smelltu hér eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram