Kristján Berg, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, deilir þeim gleðitíðindum á Facebook að hann er orðinn afi, en lítil stelpa kom í heiminn í nótt. Þetta er mikil búbót fyrir fjölskylduna þar sem síðustu sex afkomendur voru drengir.
„Ég varð AFI í nótt. Loksins kom stelpa í famelíuna eftir 6 drengi í röð. Það er ekkert mál að verða afi, en smá skellur að vakna við hliðina á ömmu.“
Fókus óskar fjölskyldunni til hamingju með viðbótina.