fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Bókaspjall: Svik og undirferli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. apríl 2025 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt að minna á það að bækur á Íslandi koma ekki bara út í jólabókaflóðinu heldur er blómleg útgáfa allt árið um kring, ekki síst á vorin.

Um daginn fékk ég í hendur myndarlegan pakka með vorútgáfunni frá Uglu, metnaðarfullri, fjölbreyttri og vandaðri útgáfu.

Fyrsta bókin sem ég las úr þeim pakka er eftir sænska glæpasagnahöfundinn Stefan Ahnheim, sem nýtur vinsælda hér á landi og víðar, Ekki er allt sem sýnistheitir hún.

Sagan gerist til skiptis í smábæ í Kaliforníu, ekki langt frá San Francisco, og í sænsk skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm. Hjón á besta aldri og á framabraut hafa ákveðið að hafa íbúðaskipti og eiga gott frí á framandi slóðum. Annað parið er sænskt og hitt amerískt.

Ekki er allt sem sýnist er réttnefni á bókinni því undir friðsælu og fallegu yfirborði krauma svik og undirferli. Óvæntir og skuggalegir atburðir eiga sér stað og smám saman koma í ljós ógnvænlegir brestir í samböndum paranna.

Ekki er allt sem sýnist er býsna slunginn sálfræðitryllir sem heldur athygli allt frá byrjun til enda. Bókin er vel yfir 400 blaðsíður en þrátt fyrir það fremur fljótlesin vegna þess hve grípandi hún er. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er mitt eintak nokkuð lúið og spurning hvort hátt spennustig lesningarinnar eigi einhvern þátt í þessari slæmu umgengni.

Hinn næstum „fullkomni glæpur“ í þessari sögu er býsna flókinn og lygilegur. Ég velti því fyrir mér hvort sagan væri jafnvel ótrúverðug en sá svo í stuttum eftirmála höfundarins að hún er byggð á sönnum atburðum þó að vissulega hafi höfundur tekið sér skáldaleyfi.

Ég mæli sterklega með þessari prýðilegu vorlesningu og umfram allt með því að landsmenn lesi í sumar og kynni sér þá blómlegu útgáfu sem í boði er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“