fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fókus

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 25. apríl 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens var mjög hrifinn af sýningunni Stormur í Þjóðleikhúsinu. Hann fer fögrum orðum um sýninguna í grein á Vísi og hvetur landsmenn til að skella sér á sýninguna.

Sýningin hins vegar féll á prófi handritshöfundarins og fyrrverandi blaðamannsins Símonar Birgissonar. Hann skrifaði gagnrýni um verkið fyrir Vísi og gaf því tvær og hálfa stjörnu og sagði mikinn byrjendabrag vera á sýningunni og að hann hefði búist við meira af stóra sviði Þjóðleikhússins.

Sjá einnig: Stormur fékk falleinkunn og Símon vandar Unu Torfa ekki kveðjurnar – „Hefur ekki leikhæfileika til að standa undir aðalrullu í söngleik á stóra sviðinu“

Mynd/Þjóðleikhúsið

„Leikarar voru allir sannfærandi“

Fólk er eins misjafnt og það er margt og var Bubbi ánægður með sýninguna, eins og Ragna Gestsdóttir sem gaf Stormi fimm stjörnur í gagnrýni fyrir DV.

Sjá einnig: Stórkostlegur Stormur – Stjarna Unu skín enn skærar

Bubbi dásamaði hljómsveitina og hvern meðlim hennar. „Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft,“ sagði hann.

„Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun.“

Mynd/Þjóðleikhúsið

Tímalaus tónlist

Sagan hreif Bubba og tengdi hann við upplifun persónanna.

„Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 – 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag,“ segir hann.

„Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns.“

Bubbi segir að um sé að ræða ferskan nýjan íslenskan söngleik með frábærri tónlist. „Þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff.“

Lestu pistil Bubba í heild sinni á Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner

Móðir Timothée Chalamet um hvað henni finnst í raun og veru um Kylie Jenner
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við

Stærðfræðiþrautin sem gerir fólk alveg vitlaust – Þú mátt bara bæta einu striki við
Fókus
Fyrir 1 viku

„Shit hvað þetta er leiðinlegt lag“

„Shit hvað þetta er leiðinlegt lag“
Fókus
Fyrir 1 viku

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“

Lætur tilætlunarsaman áhrifavald heyra það – „Ég vona að þú verður rekinn úr ræktinni“