Nicola er gift Brooklyn Beckham, sem er elsti sonur stjörnuhjónanna David og Victoriu Beckham.
Það hafa verið kjaftasögur á sveimi í nokkur ár um meintan ríg á milli Nicolu og Brooklyn og foreldra hans.
Sumarið 2022 voru háværar sögusagnir á kreiki um að kalt væri á milli Victoriu og Nicolu. Erlendir miðlar greindu frá því að þær „þola ekki hvor aðra og talast ekki við.“
Sjá einnig: Fjölskyldudramað nær nýjum hæðum – David Beckham lét Brooklyn heyra það
Þær hafa báðar vísað því alfarið á bug að þær hafi verið í stríði en aðdáendur eru ekki svo vissir. Það fór ekki framhjá netverjum að Brooklyn og Nicola óskuðu ekki Victoriu til hamingju með afmælið í síðustu viku.
Aðdáendur telja rifrildið milli bræðranna, Brooklyn og Romeo, spila einnig inn í. Sagt er að þeir talist ekki á vegna kærustu Romeo, Kim Turnbull.
Sjá einnig: Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við