Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, og Enok Jónsson, sjómaður, eru hætt saman eftir rúmlega þriggja ára ástarsamband. Sambandið bar ávöxt en saman eiga þau rúmlega eins árs gamlan dreng. Vísir greindi fyrst frá tíðindunum.
Parið var afar áberandi enda Birgitta Líf einn þekktasti áhrifavaldur landsins og vekur athygli hvert sem hún fer.
Birgitta er um þessar mundir í fríi á Spáni ásamt syni sínum og nánustu fjölskyldu og er dugleg við að birta myndir úr ferðinni.