Gamall vinur Justin Bieber hefur miklar áhyggjur af söngvaranum og er sannfærður um að hann sé fastur í viðjum sértrúarsafnaðar sem sé markvisst að reyna að einangra hann frá öðrum.
Ryan Good, sem stofnaði meðal annars tískumerkið Drew House, með Bieber hefur ekki heyrt í söngvaranum í rúmlega ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Bieber hefur iðkað trú sína hjá kirkjunni Churchome og hefur sífellt orðið nánari prestinum Judah Smith sem þar ræður ríkjum.
Good lenti upp á kant við prestinn og því kom það honum og öðrum á óvart þegar Smith var tilefndur af Bieber sem stjórnarmaður í tískufyrirtækinu enda hefur hann enga reynslu af bransanum. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Bieber síðan að hann vildi skera á tengsl sín við fyrirtækið og hvatti aðdáendur sína til að skipta ekki við Drew House.
Í samtali við slúðurtímaritið TMZ sagðist Good hafa áhyggjur af vini sínum, viðraði áhyggjur sínar af söfnuðinum og sér í lagi í tengslum við einkennilega hegðun söngvarans sem sífellt fleiri sögum fer af.