fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fókus

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Fókus
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears vakti athygli þegar hún steig út úr einkaþotu sinni fyrir rúmri viku á flugvellinum Cabo San Lucas í Mexíkó, eða öllu heldur vakti það athygli að lífvörður hennar virtist halda á ungbarni. Þegar betur var að gáð kom á daginn að lífvörðurinn hélt á plastdúkku sem er talin tilheyra söngkonunni.

Fyrst héldu ferðamenn á flugvellinum að söngkonan hefði óvænt eignast eða tekið að sér barn, en hún hefur undanfarin ár talað opinskátt um draum sinn að verða móðir að nýju. Hún á fyrir tvo drengi sem báðir eru táningar í dag.

„Það var ekki fyrr en fólk komst nærri henni að maður gat séð að litli fóturinn sem hékk þarna var úr plasti. Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð,“ sagði vitni í samtali við fjölmiðla.

Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Britney hefur sést með dúkku. Fljótlega eftir að hún fékk sjálfræði á ný, eftir 13 ára sjálfræðissviptingu, birti hún mynd af sér með dúkku í fanginu og skrifaði til fylgjenda sinna: „Ég var að eignast barn. Barnaherbergið hennar er gullfallegt og hún heitir Brennan. Við erum meira að segja líkar.“

Sumum finnst þetta dálæti söngkonunnar á dúkkum vera óþægilegt og mögulega benda til þess að Britney gangi ekki heil til skógar. Einn fyrrum samstarfsaðili sagði við fjölmiðla: „Britney virkar týnd. Hún er í fríi með tveimur lífvörðum og plastdúkkubarni í raunstærð. Á hún enga alvöru vini? Þetta er sorglegt. Það er sárt að sjá hana svona. Maður veltir fyrir sér hvort hún sé að taka inn lyfin sín og hvort það sé allt í lagi með hana.“

Britney glímir við geðhvarfasýki sem varð til þess að dómstólar sviptu hana sjálfræði. Í rúman áratug réði faðir hennar öllu lífi hennar og það var ekki fyrr en aðdáendur hennar fóru að kalla eftir frelsi hennar sem dómstólar loksins samþykktu að hún væri fær um að ráða sér sjálf.

Skömmu síðar gekk Britney að eiga kærasta sinn til margra ára, Sam Asghari, en hjónabandið varð skammlíft. Hún hefur undanfarin ár verið að slá sér upp með fyrrum verkamanninum Paul Soliz. Sambandið hefur verið harðlega gagnrýnt þar sem margir telja að Soliz sé að nota söngkonuna. Hann er innflytjandi á sakaskrá og hætti sér ekki með söngkonunni til Mexíkó í ljósi hörkulegra aðgerða bandarísku útlendingastofnunarinnar undanfarið. Soliz á níu börn með þremur konum og starfaði við byggingavinnu áður en hann flutti inn á söngkonuna.

Dúkkan á flugvellinum var að hluta til hulin teppi svo viðstaddir gátu ekki séð nákvæmlega hvernig hún leit út. Margir velta þó fyrir sér hvort um sé að ræða svokallaða reborn-dúkku sem eru mjög raunverulegar í útliti og rándýrar. Sumar konur nota slíkar dúkkur til að hjálpa sér í sorginni eftir missi eða þegar þær geta ekki fyrir einhverja ástæðu eignast börn.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“

Dimmey lýsir óhugnanlegri upplifun: „Fimm mínútum seinna kannaðist ég ekki við neinn í kringum mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“

Hefur verið að fylgjast með bíl eiginmannsins – „Ég er viss um að hann er að halda framhjá mér, aftur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss
Fókus
Fyrir 1 viku

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 1 viku

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar