Leikkonan og grínistinn Amy Schumer greinir frá því að John Cena hafi í raun verið inni í henni þegar þau voru að taka upp djarft kynlífsatriði fyrir kvikmyndina Trainwreck. Hún segir einnig að þetta hafi verið eins og að vera með ísskáp ofan á sér.
Gamanmyndin Trainwreck kom út árið 2015 við góðar viðtökur bæði almennings og gagnrýnenda. Amy Schumer leikur þar kynóðan dálkahöfund og John Cena er í aukahlutverki sem líkamsræktaróður kærasti hennar. Í kvikmyndinni er kynlífsatriði sem er mörgum minnisstætt.
Í viðtali í áströlskum sjónvarpsþætti var Schumer spurð hvernig hún hefði haldið andliti í tökum á atriðinu.
„Af því að hann var í rauninni inni í mér. Hver er ég til að stöðva hann,“ sagði Schumer og tóku flestir þessu sem brandara.
Bill Hader, sem lék hitt aðalhlutverkið í myndinni, var í sama sjónvarpsviðtali. „Fjölbragðaglímumenn, þeir eru ekkert að plata. Þegar þeir eru í glímu þá eru þeir ekkert að plata,“ sagði hann og Schumer tók undir. „Þetta er raunverulegt.“
John Cena hefur einnig talað um þetta atriði í viðtali áður. Sagðist hann hafa átt erfitt með að segja unnustu sinni, fjölbragðaglímukonunni Nikki Bella, frá þessu.
„Nicole mátti vera reið út af þessu af því að ég sagði henni ekki frá því strax,“ sagði hann. „Ég hefði átt að segja henni frá þessu strax í upphafi.“